Fleiri fréttir

Woods féll úr leik

Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á móti á PGA-mótaröðinni sem nú stendur yfir í Vestur-Virgínufylki í Bandaríkjunum.

Helga Margrét á enn möguleika

Helga Margrét Þorsteinsdóttir á enn möguleika á að ná Ólympíulágmarkinu í sjöþraut eftir fyrri keppnisdaginn á franska meistaramótinu í fjölþraut.

Serena vann Wimbledon-mótið í fimmta sinn

Serena Williams vann sitt fyrsta stórmót í tvö ár þegar hún bar sigur úr býtum á Wimbledon-mótinu í tennis í dag eftir sigur á Agnieszku Radwönsku frá Póllandi í úrslitum. Þetta var hennar fimmti sigur í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu frá upphafi.

Kalou samdi við Lille

Franska félagið Lille tilkynnti í dag að félagið hafi gengið frá samningum við sóknarmanninn Salomon Kalou sem lék síðast með Chelsea í Englandi.

Ray Allen fer til Miami Heat

Ray Allen ætlar að fara frá Boston Celtic og ganga til liðs við NBA-meistarana í Miami Heat. Hann mun taka á sig launalækkun til að freista þess að vinna annan NBA-meistaratitil.

Marray og Murray eru hetjur Breta

Andy Murray verður á morgun fyrsti Bretinn í 74 ár til að keppa til úrslita í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. En landi hans, Jonny Marray, komst einnig í sögubækurnar.

Tímatakan stöðvuð vegna rigninga

Tímatökunni fyrir breska kappaksturinn á Silverstone var frestað vegna úrhellis. Þó regndekkin losi 60 lítra af vatni á sekúndu dugaði það ekki og það var ekkert annað í stöðunni.

Onesta hefur valið franska landsliðshópinn

Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur valið þá fimmtán leikmenn sem fara á Ólympíuleikana í Lundúnum síðar í mánuðinum en Frakkar eru með Íslandi í riðli.

Enginn ógnar Messi í baráttunni um gullboltann

Spánverjar eru enn í skýjunum eftir að fótboltalandsliðið varð Evrópumeistari. Þrátt fyrir það eru lesendur spænska íþróttablaðsins Marca þeirrar skoðunar að sá árangur dugi ekki til þess að Spánverji verði valinn knattspyrnumaður ársins í heiminum.

Yohan Cabaye: Kallið mig Yo

Yohan Cabaye, franski miðvallarleikmaður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, biður aðdáendur sína um að kalla sig Yo í myndbandi sem kappinn gaf út á dögunum.

Tilboð QPR í Ji Sung Park samþykkt

Íþróttavefur BBC greinir frá því að 5 milljóna punda tilboð QPR í Suður-Kóreska landsliðsmanninn Ji Sung Park, leikmann Manchester United, hafi verið samþykkt.

Jónas Guðni á reynslu til Vejle-Kolding

Danskir fjölmiðlar greina frá því að miðjumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson sé á reynslu hjá Vejle-Kolding en liðið hafnaði í þriðja sæti b-deildarinnar á síðustu leiktíð.

U20 ára strákarnir steinlágu gegn Svíum

Íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði með þrettán marka mun gegn Svíum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handknattleik í Tyrklandi í dag, 36-23.

Toure hrifinn af því að fá Van Persie

Kolo Toure, leikmaður Manchester City og fyrrum liðsfélagi Robin van Persie, segir að það myndi hjálpa félaginu mikið að fá hollenska framherjann í sínar raðir.

Hamilton fljótastur þegar föstudagsæfingum lýkur

Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingum fyrir breska kappaksturinn á Silverstone í dag. Ökumenn óku aðeins fáeina hringi vegna þess hve blaut brautin var. Kamui Kobayashi ók flesta hringi á seinni æfingunni eða 16.

Kristján frá í 4-6 vikur

Kristján Valdimarsson fór úr axlarlið í leik Fylkis gegn KR í gær og verður frá næstu 4-6 vikurnar.

Ísland í þriðja styrkleikaflokki á HM

Íslenska handboltalandsliðið má eiga von á erfiðum riðli á HM á Spáni á næsta ári en strákarnir okkar verða í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla.

Gott skor á meistaramótunum | Rúnar lék 24 holur 10 höggum undir pari

Meistaramót stærstu golfklúbba landsins standa nú sem hæst og er keppni hálfnuð hjá flestum þeirra. Úrslitin ráðast á laugardaginn þegar lokahringurinn fer fram. Skor kylfinga er mjög gott, og efstu kylfingar eru allir töluvert undir pari, enda hefur veðrið leikið við keppendur það sem af er.

Sjá næstu 50 fréttir