Fótbolti

Sænski landsliðsmarkvörðurinn til Tyrklands

Arnar Björnsson skrifar
Isaksson stóð vaktina með Svíum á Evrópumóti landsliða í Póllandi og Úkraínu í sumar.
Isaksson stóð vaktina með Svíum á Evrópumóti landsliða í Póllandi og Úkraínu í sumar. Nordicphotos/Getty
Andreas Isaksson, markvörður sænska landsliðsins í knattspyrnu, er genginn til liðs við tyrkneska liðið Kasımpaşa.

Undanfarin fjögur ár lék Isaksson með PSV Eindhoven í Hollandi en var áður á mála hjá Juventus, Rennes og Manchester City.

Isaksson er þrítugur og fær 165 milljónir króna í árslaun hjá tyrkneska liðinu sem varð í fjórða sæti í B-deild á síðustu leiktíð og vann sér þannig sæti í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×