Fótbolti

Van Gaal ráðinn landsliðsþjálfari Hollendinga á ný

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hinn sextugi Louis Van Gaal var í þjálfarateymi Ajax í rúman áratug.
Hinn sextugi Louis Van Gaal var í þjálfarateymi Ajax í rúman áratug. Nordicphotos/Getty
Louis van Gaal hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Hollands á ný. Samingur van Gaal við hollenska knattspyrnusambandið nær fram yfir heimsmeistarakeppnina í Brasilíu 2014.

Van Gaal tekur við liðinu af Bert Van Marwijk sem sagt var upp störfum að loknu Evrópumótinu í Póllandi og Úkraínu. Hollendingum tókst ekki að komast upp úr riðli sínum sem þótti ekki viðunandi árangur.

Van Gaal þekkir vel til hjá landsliðinu en hann þjálfaði það á árunum 2000-2002. Honum tókst ekki að koma liðinu í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Japan og Suður Kóreu árið 2002.

Síðan þá hefur Van Gaal gert góða hluti með AZ Alkmaar en síðast stýrði hann FC Bayern. Á árum áður vann hann Meistaradeildina með Ajax auk þess að stýra Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×