Fótbolti

Umboðsmaður: Guardiola ekki að taka við Rússum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Pep Guardiola, fyrrum stjóri Barcelona, er ekki að taka við rússneska landsliðinu samkvæmt umboðsmanni hans.

Fjölmiðlar ytra fullyrtu í morgun að Guardiola væri á leið til Rússlands til að ræða við fulltrúa rússneska knattspyrnusambandsins.

Dick Advocaat var síðast þjálfari Rússlands sem komst ekki áfram úr sínum riðli á EM 2012 í síðasta mánuði.

„Pep hefur ekki fengið tilboð frá Rússlandi. Ég skil ekki hvaðan þessar upplýsingar koma," sagði umboðsmaðurinn Josep Maria Orobitg við fjölmiðla á spáni. „Hann er í New York með fjölskyldu sinni og ætlar að vera þar til ársloka."

Fabio Capello og Luciano Spalletti hafa báðir verið orðaðir við stöðu landslðisþjálfara Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×