Handbolti

Onesta hefur valið franska landsliðshópinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakklands.
Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakklands. Nordic Photos / Getty Images
Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur valið þá fimmtán leikmenn sem fara á Ólympíuleikana í Lundúnum síðar í mánuðinum en Frakkar eru með Íslandi í riðli.

Fjórtán leikmenn eru í hverju liði á Ólympíuleikunum en heimilt er að taka þann fimmtánda með sem varamann. Leikmannahópur Frakka er gríðarlega sterkur sem sést best á því að fimmtándi maðurinn er skyttan William Accambray. Onesta mun því mæta með alla sína sterkustu leikmenn til Lundúna.

Accambray fór illa með íslenska liðið á EM í Serbíu þegar liðin mættust þá og skoraði tíu mörk úr ellefu skotum. Niðurstaðan í þeim leik var jafntefli, 29-29, en Frakkar ollu miklum vonbrigðum á EM og enduðu í ellefta sæti. Ísland hafnaði í því tíunda.

Ísland gæti reyndar mætt Frakklandi á æfingamóti þar ytra um næstu helgi. Ísland tekur þar þátt í fjögurra landa móti og leikur gegn Spáni á föstudaginn og svo annað hvort Frakklandi eða Túnis tveimur dögum síðar.

Guðmundur Guðmundsson mun velja íslenska landsliðshópinn á mánudaginn.

Landsliðshópur Frakka: Thierry Omeyer, Daouda Karaboué, Jérôme Fernandez, Didier Dinart, Xavier Barachet, Bertrand Gille, Guillaume, Gille, Daniel Narcisse, Guillaume Joli, Samuel Honrubia, Nikola Karabatic, Luc Abalo, Cédric Sorhaindo, Michaël Guigou (Varamaður: William Accambray)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×