Handbolti

Ísland í þriðja styrkleikaflokki á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland komst á HM með því að vinna Holland í forkeppninni. Hér er Kári Kristján Kristjánsson í baráttunni.
Ísland komst á HM með því að vinna Holland í forkeppninni. Hér er Kári Kristján Kristjánsson í baráttunni. Mynd/Daníel
Íslenska handboltalandsliðið má eiga von á erfiðum riðli á HM á Spáni á næsta ári en strákarnir okkar verða í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla.

Ísland er í sama styrkleikaflokki og Ungverjaland, Pólland og Argentína en sterk lið eru í næstu tveimur flokkum fyrir ofan.

Drátturinn fer fram þann 19. júlí næstkomandi og verður þá liðunum skipt í fjóra sex liða riðla.

Ísland tekur þátt í Ólympíuleikunum sem hefjast í Lundúnum og mun Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hætta með liðið eftir leikana.

Flokkarnir:

1. styrkleikaflokkur: Frakkland, Danmörk, Spánn, Serbía.

2. styrkleikaflokkur: Króatía, Makedónía, Slóvenía, Þýskaland.

3. styrkleikaflokkur: Ungverjaland, Pólland, Ísland, Argentína.

4. styrkleikaflokkur: Suður-Kórea, Túnis, Alsír, Katar.

5. styrkleikaflokkur: Svartfjallaland, Rússland, Hvíta-Rússland, Egyptaland.

6. styrkleikaflokkur: Brasilía, Síle, Sádí-Arabía, Ástralía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×