Sport

Serena keppir í tveimur úrslitaleikjum í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Það verður nóg um að vera hjá Serenu Williams í dag þar sem hún mun taka þátt í tveimur úrslitaleikjum á Wimbledon-mótinu í tennis.

Klukkan 13.00 í dag hefst viðureign hennar gegn Agnieszku Radwönsku frá Póllandi í úrslitum einliðaleiks kvenna. Serena hefur orðið Wimbledon-meistari í einliðaleik fjórum sinnum á ferlinum og unnið alls þrettán risamót frá upphafi.

Síðar í dag tekur hún svo þátt í úrslitum tvíleiðaleiks kvenna með systur sinni, Venus. Systurnar hafa saman unnið tólf stórmót á ferlinum, þar af Wimbledon-titilinn fjórum sinnum.

Venus glímdi bæði við veikindi og meiðsli í fyrra og hefur átt erfitt uppdráttar síðan þá. Hún féll úr leik í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í ár en mótið hefur hún unnið fimm sinnum á ferlinum.

Williams þykir sigurstranglegri gegn Radwönsku í dag en sú síðarnefnda hefur reyndar verið að glíma við veikindi síðustu daga. „Ég hef í raun engu að tapa og ætla því að gera mitt besta og sjá svo til," sagði Radwanska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×