Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 08:32 Ensk knattspyrnukona á fullu í líkamsræktarsal en myndin tengist fréttinni ekki beint. Gety/Harriet Lander Parakeppnir geta vissulega reynt á samböndin keppi kærustupar saman í liði. En hvenær er keppnisskapið orðið of mikið? Það er ekki vitað hvort umrætt samband hafi lifað af atvikið sem um ræðir en keppnisskap kærastans var einum of mikið að mati flestra sem á horfðu. HYROX hreysti keppni um síðustu helgi í Sydney í Ástralíu vakti nefnilega mjög mikla athygli eftir að myndband komst á flug á samfélagsmiðlum. Myndbandið sýnir karlmann halda áfram keppni þótt að kærasta hans og liðsfélagi í parakeppninni, lægi á sama tíma meðvitundarlaus ó gólfinu. View this post on Instagram A post shared by LADbible (@ladbible) Læknalið mótsins var komið á staðinn til að huga að konunni en kærasti hennar virtist ekki hafa meiri áhyggjur af henni en það að hann hélt bara áfram. Sá sem tók upp myndbandið heitir Aaron Boundy en hann deildi því á netinu. Hann sagði að konan hefði hnigið niður og farið að kippast til. Myndbandið fór á mikið flug á TikTok og margir voru þar gagnrýnir á hegðun kærastans. Einhver lýsti því yfir að þetta væri það versta sem hann hafði séð. Kærastinn var þarna að kasta bolta þegar konan fór í gólfið. Þegar hann fékk að vita það frá dómara keppninnar að hann gæti haldið áfram án hennar, þá gerði hann það. Læknaliðið brást fljótt við og konunni var ráðlagt að leita sér frekari læknishjálpar. Það kom líka í ljós að dómarinn gaf kærastanum rangar upplýsingar því í parakeppni þurfa báðir aðilar að klára keppnina til að fá gildan tíma. Hann hefði því aldrei fengið gildan tíma án kærustunnar sem gerir þetta auðvitað enn verra ef það var hægt. CrossFit Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Það er ekki vitað hvort umrætt samband hafi lifað af atvikið sem um ræðir en keppnisskap kærastans var einum of mikið að mati flestra sem á horfðu. HYROX hreysti keppni um síðustu helgi í Sydney í Ástralíu vakti nefnilega mjög mikla athygli eftir að myndband komst á flug á samfélagsmiðlum. Myndbandið sýnir karlmann halda áfram keppni þótt að kærasta hans og liðsfélagi í parakeppninni, lægi á sama tíma meðvitundarlaus ó gólfinu. View this post on Instagram A post shared by LADbible (@ladbible) Læknalið mótsins var komið á staðinn til að huga að konunni en kærasti hennar virtist ekki hafa meiri áhyggjur af henni en það að hann hélt bara áfram. Sá sem tók upp myndbandið heitir Aaron Boundy en hann deildi því á netinu. Hann sagði að konan hefði hnigið niður og farið að kippast til. Myndbandið fór á mikið flug á TikTok og margir voru þar gagnrýnir á hegðun kærastans. Einhver lýsti því yfir að þetta væri það versta sem hann hafði séð. Kærastinn var þarna að kasta bolta þegar konan fór í gólfið. Þegar hann fékk að vita það frá dómara keppninnar að hann gæti haldið áfram án hennar, þá gerði hann það. Læknaliðið brást fljótt við og konunni var ráðlagt að leita sér frekari læknishjálpar. Það kom líka í ljós að dómarinn gaf kærastanum rangar upplýsingar því í parakeppni þurfa báðir aðilar að klára keppnina til að fá gildan tíma. Hann hefði því aldrei fengið gildan tíma án kærustunnar sem gerir þetta auðvitað enn verra ef það var hægt.
CrossFit Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira