Enski boltinn

Sló í gegn á netinu og á leið í enska boltann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Finnski framherjinn Joonas Jokinen er mögulega á leið til enska D-deildarliðsins Wycombe en kappinn öðlaðist frægð á Youtube fyrir takta sína á vellinum.

Jokinen er frægur fyrir myndband sem birtist á netinu sem sýnir skora úr vítaspyrnu og taka svo heljarstökk í sömu hreyfingu.

Jokinen er aðeins sextán ára gamall og þykir efnilegur knattspyrnumaður. Hann leikur með FC Baar í Sviss en á leiki að baki með yngri landsliðum Finnlands.

Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá umrætt myndband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×