Íslenski boltinn

Fimmtán mörk í tveimur leikjum í 1. deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Willum Þór Þórsson, þjálfari Leiknis.
Willum Þór Þórsson, þjálfari Leiknis.
Það var mikið skorað í leikjunum tveimur sem voru á dagskrá 1. deildar karla í dag - samtals fimmtán mörk í tveimur leikjum.

Tindastóll hafði betur gegn Hetti, 6-2, og BÍ/Bolungarvík vann nauman sigur á Leikni, 4-3, eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik í botnslag deildarinnar.

Tindastóll hafði 4-1 forystu gegn Hetti í hálfleik og var sigurinn því nokkuð sannfærandi.

Hálfleiksræða Willums Þórs Þórssonar, þjálfara Leiknis, hafði greinilega góð áhrif því hans menn náðu að jafna metin í seinni hálfleik eftir að hafa lent þremur undir í þeim fyrri.

En Dennis Nielsen tryggði svo Djúpmönnum sigur með marki úr vítaspyrnu á 75. mínútu, aðeins einni mínútu eftir að Gunnar Einarsson hafði jafnað leikinn fyrir Breiðhyltinga.

Með sigrinum komst BÍ/Bolungarvík upp úr neðsta sæti deildarinnar á kostnað Leiknismanna. Djúpmenn eru með átta stig en Leiknir með sjö.

Tindastóll er nú með ellefu stig í fimmta sætinu en Höttur er með tíu í því sjöunda.

Úrslit og markaskorarar frá Úrslit.net:

BÍ/Bolungarvík - Leiknir 4-3

1-0 Andri Rúnar Bjarnason (21.)

2-0 Gunnar Már Elíasson (25.)

3-0 Pétur Georg Markan (36.)

3-1 Hilmar Árni Halldórsson (53.)

3-2 Kjartan Andri Baldvinsson (58.)

3-3 Gunnar Einarsson (74.)

4-3 Dennis Nielsen, víti (75.)

Tindastóll - Höttur 6-2

1-0 Ben Everson (8.)

1-1 Stefán Þór Eyjólfsson (30.)

2-1 Dominic Furness (31.)

3-1 Theodore Furness (37.)

4-1 Theodore Furness (43.)

4-2 Stefán Þór Eyjólfsson (60.)

5-2 Ben Everson (72.)

6-2 Max Touloute (89.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×