Fótbolti

Blatter: Mark Lampards breytti öllu | Svona virkar marklínutækni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Markið sem Lampard skoraði gegn Þýskalandi á HM 2010 fékk ekki að standa.
Markið sem Lampard skoraði gegn Þýskalandi á HM 2010 fékk ekki að standa. Nordic Photos / Getty Images
Sepp Blatter, forseti FIF, var eitt sinn andsnúinn þeirri hugmynd að innleiða marklínutækni í knattspyrnu en hann studdi tillögurnar sem voru samþykktar í gær.

Í gær var samþykkt að innleiða marklínutækni í knattspyrnulög og má því búast við því að innan skamms verði tæknin notuð í öllum helstu keppnum heims.

Blatter segir að markið sem Frank Lampard skoraði fyrir enska landsliðið gegn því þýska í úrslitakeppni HM 2010 hafi breytti öllu. Endursýningar í sjónavarpi sýndu að boltinn fór inn fyrir línuna en dómari leiksins dæmdi markið ekki gilt.

„Ég verð að þakka Lampard fyrir. Þetta atvik hafði mikil áhrif á mig og ég þurfti heilan dag til að jafna mig á sjokkinu," sagði Blatter. „Svo gerðist þetta aftur í Úkraínu og Úkraínumenn eru enn að jafna sig."

Blatter segir þó að frekari tækni verði ekki innleidd í knattspyrnudómgæslu, svo sem að leyfa dómara að styðjast við myndbandsupptökur til að fara yfir meint brot eða rangstöðudóma.

„Þetta byrjar og endar með marklínutækni. Fótboltinn er og verður mannleg íþrótt. Enginn okkar telur að það eigi að trufla flæði fótboltans með of mikilli tækni."

Hér má sjá útskýringu á því hvernig Hawk-Eye virkar en með því að smella hér sérðu hvernig GoalRef-kerfið virkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×