Sport

Fjórir fara á Ólympíumót fatlaðra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Margeir og Kolbrún Alda keppa bæði í Lundúnum.
Jón Margeir og Kolbrún Alda keppa bæði í Lundúnum. Mynd/Jón Björn
Fjórir íslenskir keppendur verða á Ólympíumóti fatlaðra sem fer fram í Lundúnum að Ólympíuleikunum loknum.

Íslandi var úthlutað fjórum sætum í mótinu þó svo að átta íþróttamenn hafi náð lágmörkum. Þátttakendafjöldi er ákveðinn fyrirfram og munu alls 4200 íþróttamenn keppa í Lundúnum.

Helgi Sveinsson, Ármanni og Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR keppa í frjálsum íþróttum og þau Jón Margeir Sverrisson, Fjölni/Ösp og Kolbrún Alda Stefánsdóttir, SH/Firði, í sundi.

Ísland sendi fyrst þáttakendur á Ólympíumóti árið 1980 en síðan þá hafa Íslendingar unnið til 97 verðlauna, þar af 36 gullverðlaun.

Helgi keppir í 100 m og 200 m hlaupi sem og spjótkasti og Matthildur í 100 m og 200 m hlaupum sem og langstökki. Sundfólkið keppir í 100 m baksundi, 100 m bringusundi og 200 m skriðsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×