Íslenski boltinn

Kristján frá í 4-6 vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Valdimarsson.
Kristján Valdimarsson. Mynd/Anton
Kristján Valdimarsson fór úr axlarlið í leik Fylkis gegn KR í gær og verður frá næstu 4-6 vikurnar.

Þetta segir hann í samtali við Fótbolta.net en Kristján var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa lent illa á öxlinni.

„Ég renni mér í tæklingu og er með hendina fyrir aftan á mig og síðan flýgur annað hvort Steini (Þorsteinn Már Ragnarsson) eða David (Elebert) ofan á mig. Ég var með hendina á versta stað og negli mig úr axlarlið," sagði Kristján við Fótbolta.net í dag.

„Ég fór upp á sjúkrahús og fékk einn góðan skammt af morfíni og hann skellti mér í lið. Síðan fór ég heim að grenja, það var ekkert flóknara en það," bætti hann við og sagðist reikna með því að vera frá í 4-6 vikur.

Kristján hefur verið í vandræðum með nárameiðsli fyrr í sumar og hefur því ekki spilað jafn mikið og hann hefði kosið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×