Enski boltinn

Tilboð QPR í Ji Sung Park samþykkt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Íþróttavefur BBC greinir frá því að 5 milljóna punda tilboð QPR í Suður-Kóreska landsliðsmanninn Ji Sung Park, leikmann Manchester United, hafi verið samþykkt.

United festi nýverið kaup á japanska kantmanninum Shinji Kagawa frá Borussia Dortmund. Félagaskiptin renndu stoðum undir líklegt brotthvarf Park frá United sem nú virðist uppi á teningnum.

Park, sem er 31 árs gamall, gekk til liðs við Manchester United frá PSV Eindhoven í Hollandi árið 2005. QPR leikur í ensku úrvalsdeildinni en liðið var hársbreidd frá því að falla í næstefstu deild á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×