Fleiri fréttir

NFL: Tebow-ævintýrið að enda? | Patriots sitja hjá í fyrstu umferð

Tim Tebow og félagar í Denver Broncos áttu ekki góðan dag í ameríska fótboltanum í gær og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Tom Brady sýndi hinsvegar snilli sína í seinni hálfleik þegar New England Patriots tryggði sér sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar. Þetta var líka góður dagur fyrir Detroit Lions sem eru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1999.

Bestu íþróttamyndir AFP í desember -

Það var mikið um að vera í íþróttalífinu í desember. Ljósmyndarar frá AFP fréttastofunni voru á fjölmörgum viðburðum út um allan heim og í myndasyrpunni má sjá brot af því besta og er af nógu af taka.

Heimsþekktir kylfingar vilja hanna ólympíugolfvöllinn í Ríó

Golf verður keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt verður í golfi á ÓL. Keppnisvöllurinn í Rio de Janeiro er ekki tilbúinn og í febrúar verður greint frá því hvaða aðilar fá það hlutverk að teikna og hanna völlinn. Alls eru átta tillögur til skoðunar hjá Alþjóða ólympíunefndinni og framkvæmdanefnd ÓL í Brasilíu 2016.

Donald kylfingur ársins á Bretlandseyjum | Clarke og McIllroy jafnir

Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum en það eru samtök golfíþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Norður-Írinn Darren Clarke varð annar í kjörinu og landi hans Rory McIlroy deildi því sæti með Clarke. Donald er efstur á heimslistanum en Clarke og McIlroy náðu báðir að vinna stórmót á árinu 2011, Clarke á opna breska meistaramótinu og McIllroy á opna bandaríska meistaramótinu.

Sunnudagsmessan: Umræða um 8 leikja bannið hjá Suarez

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Luis Suarez framherji Liverpool var á dögunum úrskurðaður í 8 leikja keppnisbann. Suarez á að hafa sagt niðrandi orð um litarhátt Patrice Evra leikmann Manchester United og enska knattspyrnusambandið sýndi mikla hörku með dómi sínum. Málið var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport s.l. fimmtudag og má sjá það myndbrot með því að smella á hnappinn hér yfir ofan.

Zlatan borgar 2 milljónir á dag fyrir glæsivillu í skíðaparadís

Sænski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Zlatan Ibrahimovich, lætur sér ekki leiðast um jólin en hann hefur "hertekið“ skíðaparadísina Åre í heimalandinu. Zlatan leigir 700 fermetra glæsihýsi af norskum athafnamanni yfir jólahátíðina og greiðir AC Milan leikmaðurinn rúmlega 2 milljónir kr. á sólarhring fyrir húsið, en gríðarlegur fjöldi gesta eru með í för hjá Zlatan og fjölskyldu.

Ferguson segir að FA hafi gert rétt í máli Suarez

Sir Alex Ferguson segir að enska knattspyrnusambandið, FA, hafi gert rétt með því að úrskurða Luis Suarez framherja Liverpool í átta leikja bann vegna kynþáttafordóma Suarez í garð Patrice Evra leikmanns Manchester United.

Fjölskylda árásarmannsins er í felum | markvörðurinn baðst afsökunar

Wesley W er nafn sem flestir þekkja í Hollandi og víðar en hann gerði sig sekan um ótrúlegt dómgreindarleysi þegar hann réðst á markvörð AZ Alkmaar í leik gegn Ajax á dögunum. Fjölskylda Wesley hefur tekið þá ákvörðun að fara í felur og mun ekki láta á sér bera á næstu dögum og jafnvel vikum.

Sunnudagsmessan: Liverpool og Sigmar Þröstur!

Það verður nóg um að vera í ensku knattspyrnunni á öðrum degi jóla en heil umferð fór fram í vikunni. Hið fornfræga lið Liverpool á fjölmarga stuðningsmenn hér á landi en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Wigan s.l. miðvikudag. Heimir Guðjónsson var gestur í Sunnudagsmessunni hjá Guðmundi Benediktssyni á fimmtudaginn og Heimir hafði sterkar skoðanir á Kenny Dalglish og Liverpool.

Verður Gerrard með Liverpool gegn Norwich?

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gæti leikið með liði sínu á öðrum degi jóla gegn botnliði Blackburn í ensku úrvalsdeildinni á mánudag. Gerrard hefur ekki leikið með liði sínu frá 22. okt. vegna meiðsla en þá gerði Liverpool 1-1 jafntefli gegn nýliðum Norwich.

Wenger gæti óskað eftir því að fá Henry að láni

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að taka ákvörðun á næstu dögum þess efnis hvort félagið ætli að reyna að fá Thierry Henry að láni í janúar. Hinn 34 ára gamli Henry er goðsögn hjá Arsenal en hann lék í átta ár með félaginu og margir stuðningsmenn félagsins telja að hann sé sá besti sem hafi leikið fyrir félagið.

David Beckham er enn og aftur tekjuhæsti fótboltamaður heims

Enski fótboltamaðurinn David Beckham er enn og aftur í efsta sæti yfir tekjuhæstu fótboltamenn heims. Beckham gefur ekkert eftir á þessu sviði þrátt fyrir að vera 36 ára en hann varð bandarískur meistari með liði sínu LA Galaxy á þessu ári. Beckham hefur afrekað það að vera meistari í þremur löndum, Englandi, Spáni og Bandaríkjunum.

Nóg af bolta yfir hátíðarnar

Sjö leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni á mánudag, öðrum degi jóla, en einnig verður spilað í NBA- og NFL-deildunum yfir hátíðarnar, sem og í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Íþróttamaður ársins: Átta nýliðar á meðal efstu tíu

Hinn 5. janúar næstkomandi verður íþróttamaður ársins 2011 útnefndur af Samtökum íþróttafréttamanna. Mikil endurnýjun er á lista yfir tíu efstu í ár og átta eru í þessum hópi í fyrsta sinn. Enginn þeirra hefur hlotið sæmdarheitið áður.

Guardiola gaf Messi lengra jólafrí

Pep Guardiola, stjóri Barcelona, ákvað að gefa Lionel Messi nokkra daga til viðbótar í jólafrí en síðarnefndi kappinn er nú farinn til Argentínu þar sem hann verður með fjölskyldu sinni yfir hátíðarnar.

Kean: Ég fer hvergi

Steve Kean, stjóri Blackburn, er alveg sama um hvað gagnrýnendur hans segja og ætlar að vera áfram í starfi þrátt fyrir slæmt gengi liðsins.

Öll mörk vikunnar á Vísi

Eins og ávallt má sjá samantektir úr öllum leikjum síðustu umferðar í ensku úrvalsdeildinni á Sjónvarpsvef Vísis.

Kobe ætlar sér að spila í gegnum meiðslin á jóladag

Kobe Bryant býst við því að spila með Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðsins á nýju tímabilinu sem hefst á jóladag. Lakers-liðið mætir þá Chicago Bulls en fimm fyrstu leikir NBA-tímabilsins fara fram 25. desember.

Button: Finnst að okkar tími sé að koma

Jenson Button varð í öðru sæti í heimsmeistaramótinu í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili á eftir Sebastian Vettel. Hann telur að ef McLaren liðið bætir sig aðeins fyrir næsta ár þá geti liðið barist um fleiri sigra en í ár. Fyrstu æfingar Formúlu 1 liða fyrir næsta keppnistímabil verða í febrúar á Spáni.

Ancelotti að taka við Paris Saint-Germain

Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri Chelsea, er búinn að finna sér nýtt starf samkvæmt fréttum frá Frakklandi. Franskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Ancelotti sé að taka við liði Paris Saint-Germain. PSG ætlar sér stóra hluti í framtíðinni enda enginn skortur á peningum hjá nýjum eigendum félagsins.

Stelpurnar okkar enda árið í fimmtánda sætinu á heimslistanum

Íslenska kvennalandsliðið situr í 15. sæti styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun og er liðið í sama sæti og á síðasta lista. Bandaríkin tróna á toppi listans og Þjóðverjar koma í humátt á eftir en Japan er í fyrsta sinn komið inn á topp þrjú.

Andres Iniesta meiddist - frá í fimmtán daga

Spænski landsliðsmaðurinn Andres Iniesta meiddist í 9-0 stórsigri Barcelona á Hospitalet í Konungsbikarnum í gærkvöldi en það fór betur á en horfist og leikmaðurinn verður líklega ekki lengur frá en í fimmtán daga.

Van der Vaart enn á ný tognaður aftan í læri

Hollendingurinn Rafael van der Vaart getur ekki spilað með Tottenham í jólatörninni í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann tognaði aftan í læri í jafnteflinu á móti Chelsea í gær.

Yaya Touré valinn besti knattspyrnumaður Afríku 2011

Yaya Touré, leikmaður Manchester City, hefur verið útnefndur besti knattspyrnumaður Afríku fyrir árið 2011 en hann hefur verið mikilvægur í uppkomu City-liðsins síðan að hann kom frá Barcelona.

Paul McGrath: Liverpool leikmennirnir ættu að skammast sín

Paul McGrath, fyrrum varnarmaður Manchester United, er allt annað en hrifinn af þeirri ákvörðun leikmanna (og stjóra) Liverpool að hita upp í bolum merktum Luis Suárez til þess að sýna stuðning sinn við Úrúgvæmanninn í verki.

Kári Steinn: Slæ sennilega aldrei heimsmetið

Undanfarinn áratug eða svo hafa maraþonhlauparar frá austurhluta Afríku, sér í lagi Keníu og Eþíópíu, borið höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Í Berlínarmaraþoninu í sumar, því sama og Kári Steinn bætti Íslandsmetið í, setti Patrick Makau nýtt heimsmet er hann hljóp á 2:03,38 klst.

Meiðsli Phil Jones ekki alvarleg

Phil Jones er ekki kjálkabrotinn og verður því líklega ekki jafn lengi frá og í fyrstu var óttast eftir meiðsli hans í leik Manchester United og Fulham í gær.

LeBron James er ekki lengur óvinsælasti leikmaðurinn í NBA

LeBron James varð að langóvinsælasta leikmanninum í NBA-deildinni í fyrra eftir að hann ákvað að yfirgefa Cleveland Cavaliers og semja við Miami Heat. Það var baulað á James við hvert tækifæri og hann þurfti að spila heilt tímabil með bandarísku þjóðina á bakinu.

Barcelona skoraði níu gegn L'Hospitalet

Stórlið Barcelona sýndi klærnar gegn neðrideildarliðinu L'Hospitalet með 9-0 sigri í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld.

Villas-Boas: Chelsea átti skilið að vinna

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að sínir menn hefðu átt skilið að fá öll þrjú stigin úr viðureign sinni gegn Tottenham á White Hart Lane í kvöld.

Af hverju vill Juventus halda Herði? - hér er ein ástæðan

Ítalska stórliðið Juventus er búið að semja við Fram um kaup á hinum átján ára gamla Herði Björgvini Magnússyni sem hefur verið á láni hjá félaginu undanfarið ár. Hörður Björgvin hefur lítið spilað með Fram í Pepsi-deildinni en er að standa sig vel á Ítalíu.

Sjá næstu 50 fréttir