Handbolti

Mennta- og menningarmálaráðuneytið ætlar að styrkja stelpurnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Pjetur
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að veita HSÍ styrk að upphæð þrjár milljónir króna til að standa straum að kostnaði vegna þátttöku kvennalandsliðsins á HM í handbolta í Brasilíu.

Stelpurnar okkar stóðu sig frábærlega í Brasilíu, unnu 3 af 6 leikjum sínum og náðu tólfta sætinu á sínu fyrsta heimsmeistaramóti frá upphafi. Liðið datt út úr sextán liða úrslitunum eftir tap á móti Rússum.

Handknattleikssambandi Íslands segir frá því á heimasíðu sinni að því hafi borist bréf frá Mennta- og Menningarmálaráðuneytinu þar sem kvennalandsliðinu er óskað til hamingju með frábæran árangur á HM í Brasilíu.

Þar segir að hann gefi fyrirheit fyrir framtíðina og sé mikil hvatning fyrir afreksíþróttir kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×