Kári Steinn: Slæ sennilega aldrei heimsmetið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2011 07:00 Heimsmethafinn í maraþonhlaupi karla, Patrick Mackau. Nordic Photos / Getty Images Undanfarinn áratug eða svo hafa maraþonhlauparar frá austurhluta Afríku, sér í lagi Keníu og Eþíópíu, borið höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Í Berlínarmaraþoninu í sumar, því sama og Kári Steinn bætti Íslandsmetið í, setti Patrick Makau nýtt heimsmet er hann hljóp á 2:03,38 klst. Árið 2011 áttu Keníumenn 24 bestu tíma ársins, slíkir voru yfirburðir þeirra. Kári Steinn telst sannarlega til efnilegustu langhlaupara Evrópu en gerir ekki ráð fyrir því að ná nokkru sinni að slá þeim bestu í heiminum við. „Það er leiðinlegt að segja það en ég mun sennilega aldrei ná að slá heimsmetið í maraþonhlaupi," segir Kári Steinn, sem segir þó hægt að ná langt í greininni, sér í lagi á Ólympíuleikum. „Ég vil komast sem allra lengst á Evrópumælikvarða og það er hægt að ná merkilega langt á Ólympíuleikum líka. Hver þjóð fær bara að senda þrjá keppendur til leiks og Ítalinn Stefano Baldini sýndi í Aþenu 2004 að það er hægt að gera ýmislegt," bætti hann við en Baldini vann þá til gullverðlauna í maraþoni. „Hvítir menn hafa verið að ná merkilega góðum árangri á Ólympíuleikum því þá eru hlaupin yfirleitt ekki jafn hröð og reynir þá frekar á taktík og kænsku. Hlauparar frá Afríku eru aftur á móti mjög sterkir í hlaupum þar sem hraðanum er haldið uppi allan tímann." Kári Steinn segir þó fleira koma til en bara að vinna til verðlauna. „Ég vil líka vera góð fyrirmynd hér heima enda hefur verið mikil uppsveifla í hlaupum á Íslandi og sífellt fleiri að reima á sig skóna til að fara út að hlaupa. Það er gott að geta sýnt að maður getur náð langt og komist jafnvel á Ólympíuleika með því að hlaupa í snjónum á Íslandi." Frjálsar íþróttir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Sjá meira
Undanfarinn áratug eða svo hafa maraþonhlauparar frá austurhluta Afríku, sér í lagi Keníu og Eþíópíu, borið höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Í Berlínarmaraþoninu í sumar, því sama og Kári Steinn bætti Íslandsmetið í, setti Patrick Makau nýtt heimsmet er hann hljóp á 2:03,38 klst. Árið 2011 áttu Keníumenn 24 bestu tíma ársins, slíkir voru yfirburðir þeirra. Kári Steinn telst sannarlega til efnilegustu langhlaupara Evrópu en gerir ekki ráð fyrir því að ná nokkru sinni að slá þeim bestu í heiminum við. „Það er leiðinlegt að segja það en ég mun sennilega aldrei ná að slá heimsmetið í maraþonhlaupi," segir Kári Steinn, sem segir þó hægt að ná langt í greininni, sér í lagi á Ólympíuleikum. „Ég vil komast sem allra lengst á Evrópumælikvarða og það er hægt að ná merkilega langt á Ólympíuleikum líka. Hver þjóð fær bara að senda þrjá keppendur til leiks og Ítalinn Stefano Baldini sýndi í Aþenu 2004 að það er hægt að gera ýmislegt," bætti hann við en Baldini vann þá til gullverðlauna í maraþoni. „Hvítir menn hafa verið að ná merkilega góðum árangri á Ólympíuleikum því þá eru hlaupin yfirleitt ekki jafn hröð og reynir þá frekar á taktík og kænsku. Hlauparar frá Afríku eru aftur á móti mjög sterkir í hlaupum þar sem hraðanum er haldið uppi allan tímann." Kári Steinn segir þó fleira koma til en bara að vinna til verðlauna. „Ég vil líka vera góð fyrirmynd hér heima enda hefur verið mikil uppsveifla í hlaupum á Íslandi og sífellt fleiri að reima á sig skóna til að fara út að hlaupa. Það er gott að geta sýnt að maður getur náð langt og komist jafnvel á Ólympíuleika með því að hlaupa í snjónum á Íslandi."
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Sjá meira