Fleiri fréttir

Ísland - Brasilía - myndsyrpa

Ísland lagði Brasilíu á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld í Norrköping. Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsis/visir.is er á svæðinu og í myndasyrpunni er brot af þeim myndum sem hann tók í kvöld.

Makoun skrifar undir hjá Villa

Gerard Houllier hefur róið á heimamið og fengið kamerúnska landsliðsmanninn Jean Makoun til liðs við Aston Villa frá Lyon.

Hrafnhildur: Maður varð aldrei stressaður

Hrafnhildur Skúladóttir var ánægð með sigurinn gegn Brasilíumönnum í dag, þá sérstaklega Guðjón Val Sigurðsson sem hún hafði raunar tippað á að yrði besti maður leiksins.

Svíar slátruðu Slóvenum

Slóvakar skoruðu aðeins átta mörk í síðari hálfleik gegn Svíum og töpuðu stórt. Gestgjafarnir sýndu sitt rétta andlit eftir að hafa verið gagnrýndir nokkuð fyrir fyrsta leik mótsins.

Reykjanesið vann Stjörnuleik kvenna

Keflvíkingurinn Jaquline Adamshick var valin maður leiksins en hún skoraði 17 stig, sendi 11 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Glæsileg þreföld tvenna þar á ferðinni.

Van Persie með tvö í sigri Arsenal

Arsenal vann öruggan sigur á West Ham í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Robin van Persie skoraði tvö mörk og Theo Walcott eitt.

Umfjöllun: Guðjón Valur skaut Brasilíu í kaf

Ísland vann fínan átta marka skyldusigur á Brasilíu á HM í kvöld. Lokatölur 34-26 en Ísland leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 19-12. Ísland er því með fullt hús eftir tvær umferðir og mætir Japan næst á mánudag.

Beckham líklega ekki til Tottenham

David Beckham mun væntanlega ekki spila fyrir Tottenham á tímabilinu. Harry Redknapp telur tímasóun að reyna að fá hann í nokkrar vikur.

Ólafur: Þetta er löng keppni

Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði er mættur í stúkuna í Himmelstalundshallen í Norrköping en þaðan mun hann fylgjast með leik Íslands og Brasilíu í kvöld vegna meiðsla.

Ótrúlegur sigur Ungverja á Norðmönnum

Norðmenn eru í slæmum málum í riðli okkar Íslendinga eftir tap gegn Ungverjum í dag. Norðmenn geta sjálfum sér um kennt en þeir gerðu mörg mistök í leiknum.

Tevez frábær og City komið á toppinn

Manchester City er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Wolves í dag. Fyrirliðinn Carlos Tevez var manna bestur en Edin Dzeko spilaði sinn fyrsta leik fyrir milljarðamæringana eftir söluna frá Wolfsburg fyrir 27 milljónir punda.

Bónorð í hálfleik

Það var skemmtileg uppákoma í hálfleik á leik Noregs og Ungverjalands. Þá mætti niður í gólfið í Himmelstalundshallen ungur Norðmaður ásamt fiðluleikurum.

Sigurður: Formsatriði nema Ronaldinho mæti

Sigurður Bjarnason segir að Ísland eigi að vinna Brasilíu nokkuð örugglega í kvöld. Hann vill sjá Ísland byrja af krafti og koma sér í þægilega stöðu en vera svo með smá tilraunastarfsemi í seinni hálfleik.

Svona spiluðu Brassar í gær (myndband)

Ísland tekur á Brasilíumönnum á HM í handbolta í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20 en leikir liðanna í gær voru ólíkir. Ísland vann góðan sigur en Brassar töpuðu illa.

HM 2011 beint í símann

HM 2011 í Svíþjóð má fylgjast með á ýmsan máta. Einn þeirra er í gegnum snjallsíma á borð við iPhone en nú er hægt að ná í sérstakt forrit til þess.

Sex leikir á HM í dag

Sex leikir fara fram á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð í dag. Leikur Íslands og Brasilíu er klukkan 20 í kvöld.

Ísland mætir Brasilíu í kvöld

Ísland mætir Brasilíu í næsta leik sínum á HM í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir veglega upphitun.

NBA: San Antonio vann stórleikinn

San Antonio Spurs vann tólf stiga sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt. Þetta var fimmti sigur Spurs í röð.

HM byrjaði glæsilega hjá Íslandi

Íslenska landsliðið fékk glæsilega byrjun á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem nú er haldið í Svíþjóð. Strákarnir okkar unnu góðan sigur á Ungverjum í gær, 32-26.

Alexander með nýja klippingu

Alexander Petersson átti frábæran leik eins og svo margir aðrir í íslenska landsliðinu í handbolta þegar að liðið vann Ungverja á HM í Svíþjóð í gær.

Dortmund með þrettán stiga forystu

Borussia Dortmund er komið með þrettán stiga forystu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það vann góðan 1-3 sigur á Bayer Leverkusen í gærkvöldi.

HM 2011: Aron fer á kostum - klippa úr þætti Þorsteins J. á Stöð 2 sport

Aron Pálmarsson fór á kostum í kvöld og skoraði 8 mörk í 32-26 sigri Íslands gegn Ungverjum í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í handbolta í Norrköping í Svíþjóð. Stöð 2 sport var með beina útsendingu frá leiknum og þrátt fyrir ýmsa tæknilega örðugleika náðu Íslendingar að sýna hvað í þeim býr.

HM 2011 Stöð 2: Viðtöl við Sverre, Róbert og Hreiðar Levý

Hörður Magnússson ræðir við Sverre Jakobsson, Róbert Gunnarsson og Hreiðar Guðmundssin eftir góðan 32-26 sigur gegn Ungverjum í fyrsta leiknum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Klippurnar eru allar úr þætti Þorsteins J & gestir á Stöð 2 Sport.

Austurríkismenn stungu af í seinni hálfleik

Austurríki vann tíu marka sigur á Brasilíu, 34-24, í síðasta leik kvöldsins í íslenska riðlinum á HM í handbolta í Svíþjóð. Brasilíumenn verða mótherjar íslenska landsliðsins annað kvöld.

Danir unnu Ástrali með 35 marka mun í kvöld

Danir hófu HM í Svíþjóð á sannkallaðri skotsýningu á móti Áströlum en danska landsliðið vann leikinn með 35 marka mun, 47-12, eftir að hafa verið 21-8 yfir í hálfleik. Átta leikmenn Dana skoruðu fjögur mörk eða fleiri í leiknum.

Anelka: Vð getum alveg náð United

Nicolas Anelka, franski framherjinn hjá Chelsea, trúir því að Chelsea geti náð Manchester United og unnið enska meistaratitilinn annað árið í röð. Chelsea er níu stigum á eftir United fyrir leiki helgarinnar og auk þess búið að spila leik meira.

Norðmenn unnu Japana með sex mörkum

Norðmenn komust upp fyrir Ísland á toppi B-riðils með sex marka sigri á Japan, 35-29, í kvöld í fyrsta leik sínum á HM í handbolta í Svíþjóð. Ísland vann Ungverja líka með sex marka mun fyrr í dag en er nú komið niður í annað sætið í riðlinum á færri mörkum skoruðum.

Aron: Byssan var heit í kvöld

Þeir Aron Pálmarsson og Róbert Gunnarsson voru afar hressir eftir sigurinn á Ungverjum í kvöld. Aron var valinn maður leiksins og fékk að launum forláta úr frá Adidas.

Sigurður Bjarnason: Aron er í heimsklassa

Ég var bjartsýnn fyrir heimsmeistaramótið og eftir að hafa séð báða leikina gegn Þjóðverjum í Laugardalshöllinni um s.l. helgi þá var ég sannfærður um að við munum ná góðum úrslitum í fyrsta leiknum á HM,“ segir Sigurður Bjarnason sem var einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í handbolta og er einn af þremur handbolta sérfræðingum visir.is.

Frakkar, Króatar og Þjóðverjar byrjuðu á sigri

Frakklandi, Króatía og Þýskaland unnu öll í dag fyrsta leik sinn á HM í handbolta í Svíþjóð. Frakkar unnu stórsigur á Túnis, Króatar unnu sex marka sigur á Rúmenum og Þjóðverjar unnu Egypta með fimm marka mun.

Tottenham búið að selja Keane til Birmingham fyrir 6 milljón punda

Tottenham er búið að samþykkja sex milljón punda tilboð Birmingham í Robbie Keane en leikmaðurinn á þó enn eftir að semja um kaup og kjör og fyrr ganga kaupin ekki í gegn. Keane hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Harry Redknapp, stjóra Tottenham, og löngu ljóst að hann þyrfti að yfirgefa félagið ætlaði hann sér að fá eitthvað að spila.

Ingimundur: Ökklinn verður í lagi

Varnarjaxlinn Ingimundur Ingimundarson átti flottan leik í vörn íslenska liðsins í kvöld þó svo hann gangi augljóslega ekki alveg heill til skógar.

Poyet: Enska deildin búin að vera slök á þessu tímabili

Úrúgvæmaðurinn Gus Poyet, fyrrum miðjumaður Chelsea og Tottenham, er ekki hrifinn af fótboltanum sem bestu liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa boðið upp á þessu tímabili. Það að United sé enn taplaust er því bara að hans mati dæmi um slaka frammistöðu mótherja þeirra í deildinni.

Sverre: Við eigum helling inni

„Ég er bara nokkuð sáttur við hvernig vörnin var í dag. Það eru ákveðin atriði sem við getum gert betur en svona heilt yfir var vörnin samt mjög góð," sagði varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson við Vísi eftir leikinn gegn Ungverja í dag.

Lampard vill fara í þjálfun

Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segist gjarnan vilja fara út í þjálfun þegar að ferli hans lýkur sem leikmaður.

Sjá næstu 50 fréttir