Handbolti

Danir unnu Ástrali með 35 marka mun í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Calvert Bevan og félagar komust lítið áleiðis á móti Dönum í kvöld.
Calvert Bevan og félagar komust lítið áleiðis á móti Dönum í kvöld. Mynd/AFP
Danir hófu HM í Svíþjóð á sannkallaðri skotsýningu á móti Áströlum en danska landsliðið vann leikinn með 35 marka mun, 47-12, eftir að hafa verið 21-8 yfir í hálfleik. Átta leikmenn Dana skoruðu fjögur mörk eða fleiri í leiknum.

Hinn gamalreyndi Lars Christiansen var markahæstur með átta mörk, Hans Lindberg skoraði sjö mörk og Thomas Mogensen var með 6 mörk. Bevan Calvert skoraði fjögur mörk fyrir Ástralíu.

Af öðrum úrslitum má nefna að Pólverjar unnu Slóvaka 32-30 eftir að hafa verið 15-17 undir í hálfleik. Spánverjar unnu 33-22 stórsigur á Barein og Suður-Kórea gerði 25-25 jafntefli við Argentínu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×