Handbolti

Austurríkismenn stungu af í seinni hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var hart barist í leiknum í kvöld.
Það var hart barist í leiknum í kvöld. Mynd/AFP
Austurríki vann tíu marka sigur á Brasilíu, 34-24, í síðasta leik kvöldsins í íslenska riðlinum á HM í handbolta í Svíþjóð. Brasilíumenn verða mótherjar íslenska landsliðsins annað kvöld.

Brasilíska liðið hélt í við Austurríki í byrjun og staðan var 12-11 eftir 24 mínútna leik. Austurríkismenn unnu síðustu sex mínútur fyrri hálfleiks hinsvegar 5-2 og voru því 17-13 yfir í hálfleik.

Austurríska liðið skoraði síðan fimm af fyrstu sjö mörkum seinni hálfleiks, komst í 22-15 og eftir það var ljóst að Brasilíumenn yrðu ekki mikil fyrirstæða fyrir fyrrum lærisveina Dags Sigurðssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×