Handbolti

Ótrúlegur sigur Ungverja á Norðmönnum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. AFP
Norðmenn eru í slæmum málum í riðli okkar Íslendinga eftir tap gegn Ungverjum í dag. Norðmenn geta sjálfum sér um kennt en þeir gerðu mörg mistök í leiknum.

Norðmenn virtust ætla að valta yfir Ungverja og komust í 6-0. Þá tóku Ungverjar leikhlé og réðu ráðum sínum, þeir tóku loks að minnka muninn.

Markvarslan fór loks í gang hjá Ungverjum en Norðmenn leiddu þó lengst af.

Þeir leiddu 14-16 í hálfleik en Ungverjar jöfnuðu í 21-21. Þeir komust svo þremur mörkum yfir, í 24-21 en Norðmenn gáfust ekki upp.

Þeim gekk þó illa að skora og gerðu mörg mistök í sókninni. Klúðrurðu meðal annars tveimur hraðaupphlauðpum um lokin, meðal annars þegar þeir gátu minnkað muninn í eitt mark 50 sekúndum fyrir leikslok.

Í stað þess skoruðu Ungverjar og lönduðu þriggja marka sigri, 26-23.

Þetta eru fínar fréttir fyrir okkur Íslendinga en flerstir bjuggust við Norðmönnum og Austurríkismönnum með okkur upp úr riðlinum. Þetta setur babb í bátinn fyrir Norðmenn sem voru alls ekki nógu góðir í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×