Handbolti

Ólafur Stefánsson meiddist í leiknum í gær

Henry Birgir Gunnarsson í Norrköping skrifar
Mynd/Valli
Mynd/Valli

Íslenska landsliðið í handknattleik varð fyrir áfalli í leiknum gegn Ungverjum í gær þegar landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson meiddist á hné.

Það lak vökvi inn á hnéð og varð að tappa af hnénu í dag.

Ólafur var í kjölfarið sendur í myndatöku og landsliðið bíður nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, tjáði blaðamanni Vísis að líklega væru meiðslin ekki mjög alvarleg.

Þau verða þó líklega þess valdandi að Ólafur mun taka takmarkaðan þátt í leikjunum gegn Brasilíu og Japan.

Vísir mun flytja frekari fréttir af meiðslum Ólafs síðar í dag þegar niðurstöður úr myndatökunni liggja fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×