Handbolti

Hrafnhildur: Maður varð aldrei stressaður

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sverre og Vignir taka á einum Brassanum í kvöld.
Sverre og Vignir taka á einum Brassanum í kvöld. AFP
Hrafnhildur Skúladóttir var ánægð með sigurinn gegn Brasilíumönnum í dag, þá sérstaklega Guðjón Val Sigurðsson sem hún hafði raunar tippað á að yrði besti maður leiksins.

Hrafnhildur er einn af sérfræðingum Vísis um HM.

"Þetta var frábært. Maður náði aldrei að verða spenntur og þetta var mjög sterk frammistaða. Þrátt fyrir að þeir hafi komist nálægt okkur varð maður aldrei stressaður.

Guðjón Valur var frábær og svolítill hápunktur í leiknum. Ég hafði reyndar tippað á að hann yrði markahæstur í dag og ég held að hann verði frábær á þessu móti. Alexander var líka góður," sagði Hrafnhildur.

Fyrir leikinn var búist við öruggum sigri gegn Brasilíu, sem reyndar varð raunin.

"Ef menn eru ekki með hausinn í lagi getur verið erfitt að detta í gírinn. Ég hef sjálf upplifað að spila gegn liði sem er ekki af sama kaliberi og ef það eru ekki allir með hausinn í lagi getur þetta orðið erfitt.

Ef það gerist getur maður allt í einu lent undir, þá fara allir að reyna að bjarga leiknum og allt fer í vitleysu.

En maður hefur einhvernveginn engar áhyggjur af íslenska liðinu, liðsheildin er svo ótrúlega sterk," sagði Hrafnhildur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×