Handbolti

Svíar slátruðu Slóvenum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Jonas Kallman.
Jonas Kallman. AFP
Slóvakar skoruðu aðeins átta mörk í síðari hálfleik gegn Svíum og töpuðu stórt. Gestgjafarnir sýndu sitt rétta andlit eftir að hafa verið gagnrýndir nokkuð fyrir fyrsta leik mótsins.

Þrátt fyrir 10 marka sigur á Chile í fyrsta leiknum voru heimamenn ekki á eitt sáttir með liðið sitt sem beit frá sér í dag.

Staðan í hálfleik var 15-14 fyrir en lokatölur voru 38-22. Nicklas Ekberg skoraði átta mörk fyrir Svía og Jonas Kallman sex.

Þá unnu Pólverjar nauman 23-24 sigur á Argentínu og Suður-Kórea vann Chile 37-22 í D-riðli HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×