Handbolti

Sögufrægur sigur hjá Japan gegn Austurríki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn japanska liðsins eru liprir. Mynd/Valli
Leikmenn japanska liðsins eru liprir. Mynd/Valli

Japan sprengdi riðil Íslands á HM í loft upp í dag er það kom skemmtilega á óvart með því að vinna sögufrægan sigur á Austurríki, 33-30.

Í stöðunni 9-9 tóku Japanir öll völd á vellinum, skoruðu sex mörk í röð og litu aldrei til baka.

Ísland mætir Japan á mánudag og ljóst að taka þarf það verkefni mjög alvarlega.

Lið Japans er stórskemmtilegt og var hrein unun að horfa á liðið spila í dag.

Leikmenn liðsins hvikir og skemmtilegir og framliggjandi vörn þeirra hreint ævintýraleg.

Minna þeir um margt á frægt lið Suður-Kóreu sem gerði það gott um árabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×