Handbolti

Ólafur hvíldur í kvöld en er ekki alvarlega meiddur

Henry Birgir Gunnarsson í Norrköping skrifar
Ólafur er mættur í höllina í Norrköping en hann mun fylgjast með úr stúkunni. Mynd/Valli
Ólafur er mættur í höllina í Norrköping en hann mun fylgjast með úr stúkunni. Mynd/Valli

Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði verður ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins í kvöld gegn Brasilíu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Ungverjum í gær.

Fyrirliðinn er þó ekki alvarlega meiddur en Guðmundur landsliðsþjálfari ákveður að hafa varann á og hvíla Ólaf í kvöld.

Hnéð á Ólafi var myndað í dag og niðurstaðan leiddi í ljós að hann var ekki með neina áverka. Með réttri meðferð ætti hann því að geta spilað áfram með liðinu á HM.

Ólafur fær því smá tíma til þess að jafna sig en Ísland leikur gegn Brasilíu í kvöld og aftur á mánudag gegn Japan.

Hann kemur vonandi aftur sprækur inn í liðið í Japansleiknum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×