Handbolti

Bónorð í hálfleik

Henry Birgir Gunnarsson í Norrköping skrifar
Unnustinn fékk já og koss frá sinni heittelskuðu. Mynd/Valli
Unnustinn fékk já og koss frá sinni heittelskuðu. Mynd/Valli

Það var skemmtileg uppákoma í hálfleik á leik Noregs og Ungverjalands. Þá mætti niður í gólfið í Himmelstalundshallen ungur Norðmaður ásamt fiðluleikurum.

Sá hélt mikla ræðu sem endaði með því að hann skellti sér niður á annað hnéð og bað unnustu sinnar.

Allt varð vitlaust í höllinni í kjölfarið og unnustan þurfti að gera sér ferð niður á gólf til þess að svara.





Unnustan átti erfitt með sig í stúkunni er bónorðið var borið upp niður á gólfi. Mynd/Valli

Hún kom niður á gólf með lítið barn þeirra í fanginu. Svarið var já.

Unnustinn dró hring á fingur hennar í kjölfarið og smellti kossi sem var lítilfjörlegur miðað við allt umstangið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×