Handbolti

Sex leikir á HM í dag

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Alexander Petersson í leik Íslands og Ungverjalands í gær.
Alexander Petersson í leik Íslands og Ungverjalands í gær. Fréttablaðið/Valli
Sex leikir fara fram á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð í dag. Leikur Íslands og Brasilíu er klukkan 20 í kvöld.

Í riðli Íslands, B-riðli, mætast Ungverjar og Norðmenn í athyglisverðum leik klukkan 15.30. Japan og Austurríki mætast svo klukkan 17.45.

Þá er einnig keppt í D-riðli þar sem Chile og Suður-Kórea mætast klukkan 15.15, heimamenn í Svíþjóð mæta Slóvökum klukkan 17.15 og Argentína og Pólland eigast við klukkan 19.15.

Á morgun er svo keppt í A og C riðlum en þá á Ísland frí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×