Fleiri fréttir

Pacheco: Ég vil sýna Roy að ég sé nógu góður fyrir Liverpool

Spænski unglingalandsliðsmaðurinn Dani Pacheco ætlar ekki að gefa upp vonina um að vinna sér fast sæti í aðallliði Liverpool. Pacheco varð markakóngur á EM 19 ára á dögunum og spilaði allar 90 mínúturnar þegar Liverpool vann FC Rabotnicki í síðustu viku.

Martin O'Neill hættur sem stjóri Aston Villa

Martin O'Neill hætti í dag sem stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa en engin ástæða var gefin fyrir því að þessi virti stjóri hætti snögglega eftir fjögurra ára starf á Villa Park.

Moratti, forseti Inter: Maicon verður áfram hjá okkur

Massimo Moratti, forseti ítalska félagsins Internaztionale, segir að Real Madrid sé ekki tilbúið að gera nóg til þess að fá brasiliska bakvörðinn Maicon. Maicon hefur verið á óskalista Jose Mourinho síðan hann fór yfir á Santiago Bernabeu.

Komast Edda og Ólína líka í bikaúrslitaleikinn?

Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir eiga möguleika á að komast í bikarúrslitaleikinn í Svíþjóð þegar lið þeirra KIF Örebro mætir Linköpings FC í seinni undanúrslitaleiknum í dag.

Jakob Jóhann tveimur sætum frá undanúrslitunum

Jakob Jóhann Sveinsson hóf keppni á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50m laug í dag þegar hann synti í undanrásum í 100 metra bringusundi. Þetta var fyrsta af þremur greinum sem Jakob syndir á mótinu.

Sex koma til greina sem frjálsíþróttakarl og kona júlímánaðar

Frjálsíþróttasambandið hefur tilnefnt þrjá karla og þrjár konur sem koma til greina sem frjálsíþróttakarl og frjálsíþróttakona júlímánaðar. Kosningin fer fram á heimasíðu FRÍ og er um óformlega könnun lesenda heimasíðu FRÍ að ræða.

Mancini: Fyrsti leikurinn mun ekki ráða úrslitum

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, reyndi að tala niður mikilvægi leik liðsins á móti Tottenham um næstu helgi í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin háðu harða keppni um sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabili þar sem að Tottenham hafði betur.

Joe Hart fer ekki frá Manchester City

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur útilokað það að markvörðurinn Joe Hart fari frá liðinu en hann var lánaður til Birmingham á síðasta tímabili.

Nýtt Stjörnufagn fæddist í bókstaflegri merkingu - myndband

Stjörnumenn eru langt frá því að vera hættir að búa til ný og skemmtileg fögn enda fylgjast menn með allstaðar að úr heiminum hvað gerist þegar Stjörnumenn skora næst í Pepsi-deildinni. Stjarnan vann 3-2 sigur á Selfossi 15. umferðinni í gær og frumsýndu þá tvö ný fögn.

Manchester United gæti fengið Ozil fyrir 13,5 milljónir punda

Guardian segir frá því í morgun að þótt að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafi talað um það að hann væri ánægður með leikmannahópinn sinn, þá hafi hann engu að síður mikinn áhuga á að kaupa þýska landsliðsmanninn Mesut Ozil frá Werder Bremen.

Alonso: Helmingslíkur á meistaratitli

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að hann eigi möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé aðeins í fimmta sæti í stigamótinu.

Hólmfríður með tvö glæsimörk í nótt - annað beint úr aukaspyrnu

Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði bæði mörk Philadelphia Independence í 2-2 jafntefli á móti Boston Breakers í bandarísku atvinnumannadeildinni í nótt. Hólmfríður skoraði mörkin sín með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik og það þótt að spila leikinn sem bakvörður.

Royston Drenthe með karatespark - myndband

Royston Drenthe var í sviðsljósinu er Real Madrid og Los Angeles Galaxy mættust í Kaliforníu í vináttuleik á laugardagskvöldið fyrir framan 85.000 manns.

Haraldur: Fúlt að vera ekki enn búnir að landa sigri hérna

„Við vorum ekki nógu skarpir í fyrrihálfleik og áttum ágætan síðari hálfleik en heilt yfir þá fannst mér við slakir í dag. KR-ingarnir voru kannski ekkert sérstakir heldur en við vorum slakari en þeir í dag," sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflvíkinga, vonsvikinn í leikslok.

Gunnlaugur: Við máttum alls ekki við tapi

„Ég er gríðarlega sáttur með að hafa haldið markinu hreinu en það hefur ekki gerst í sumar,“ sagði Gunnlaugur Jónsson ,þjálfari Valsara, eftir jafnteflið við Grindavík á Hlíðarenda í Pepsi-deild karla í kvöld.

Rúnar: Hver einasti leikur mjög mikilvægur

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld en KR-ingar höfðu betur í Keflavík gegn heimamönnum og sigurganga Rúnars með liðið heldur áfram.

Ólafur Örn: Urðum að vera rólegir og yfirvegaðir

„Ég er svona hæfilega sáttur við leikinn, en ég hefði að sjálfsögðu kosið að fá þrjú stig, sagði Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindvíkinga, eftir jafnteflið við Val í kvöld í 15. umferð Pepsi-deildar karla.

Halldór: Við erum ekkert hættir að fagna

„Ég er gríðarlega sáttur, þetta var virkilega erfiður vinnusigur þar sem við hlupum úr okkur lungun. Við vissum að ef við myndum ná sigri í dag myndum við skilja við fallbaráttuna og því er þetta virkilega sætur sigur.

Guðmundur: Spiluðum barnalegan varnarleik

„Við erum hundfúlir því við töpuðum, við ætluðum okkur sigur en því miður líðum við fyrir að spila barnalegan varnarleik of oft í þessum leik.

Matthías: Það eiga eftir að verða einhverjar fléttur

„Djöfull er þetta svekkjandi," sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirlið FH, strax eftir leikinn gegn Breiðabliki í kvöld. Hann fékk kjörin tækifæri til að verða hetja heimamanna í blálokin en fór illa með góð færi.

Heimir: Átti von á erfiðum leik

Heimi Hallgrímssyni, þjálfara ÍBV, var létt eftir sigur sinna manna á Haukum á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag.

Páll Tómas kosinn bestur á EM í andspyrnu

Akureyringurinn Páll Tómas Finnsson var útnefndur besti leikmaður Evrópumeistaramóts í andspyrnu sem að er ástralskur fótbolti. Páll var einnig valinn í úrvalslið keppninnar sem og félagi hans Leifur Bjarnason.

Öruggur sigur Barcelona í æfingaleik - myndband

Barcelona tefldi fram ansi ungu byrjunarliði þegar liðið lék æfingaleik í dag við Beijing Guoan. Þrátt fyrir það var spænska stórliðið með mikla yfirburði og vann á endanum 3-0.

Umfjöllun: Dramatík í Laugardalnum

Fylkir knúði fram 1-2 sigur á lánlausum Frömurum nú í kvöld. Sigurmarkið kom á lokaandartökum leiksins. Fylkir skoraði í upphafi og undir lok leiks en þess á milli réðu Framarar ferðinni.

Arnar og Sandra Dís tvöfaldir meistarar í tennis

Arnar Sigurðsson og Sandra Dís Kristjánsdóttir urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í tennis en þau koma bæði úr TFK. Arnar sigraði Raj K. Bonifacius í tveimur lotum 6:1 og 6:0 og Sandra hafði betur gegn Rebekku Pétursdóttur 7:6 og 6:2 en úrslitaleikurinn í kvennaflokki var mjög jafn og stóð yfir í 2 klukkutíma og korter.

Leikmaður sendur á bólakaf í miðjum leik - Myndband

Það þekkist í knattspyrnu að menn eru sendir snemma í sturtu eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið en óvenjulegt atvik átti sér stað í leik Al Shabab og Al Hilal er liðin áttust við í æfingarmóti sem fram fór í Sádi-Arabíu.

Wenger vill klára ferilinn hjá Arsenal

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tók við liðinu árið 1996 en hann á nú aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Wenger segist ekki vilja fara neitt annað og þykir líklegt að hann klári þjálfaraferil sinn í Lundúnum.

Birgir Leifur og Valdís Þóra Íslandsmeistarar í holukeppni

Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) fögnuðu sigri í dag er úrslitaleikirnir um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni fóru fram á Garðavelli á Akranesi. Þau eru bæði frá Akranesi og ljóst að þeim líður vel á uppeldisvellinum.

Sjá næstu 50 fréttir