Fleiri fréttir

Capello afsakar gengi Englendinga á HM

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins hefur beðið ensku stuðningsmennina afsökunar á spilamennsku liðsins á HM í Suður-Afríku í sumar.

Obi Mikel: Man Utd er helsti keppinautur okkar

Nígeríumaðurinn John Obi Mikel hjá Chelsea telur að Manchester United verði helsti keppinautur liðsins um Englandsmeistaratitilinn á komandi tímabili. Þessi tvö lið mætast í dag í leiknum um Samfélagsskjöldinn.

Robinson leggur landsliðshanskana á hilluna

Paul Robinson, markvörður Blackburn, hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika fyrir landslið Englands. Þetta kemur aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann var valinn í hópinn til að leika gegn Ungverjalandi næsta miðvikudag.

Heil umferð í Pepsi-deild karla í dag

Öll fimmtánda umferðin í Pepsi-deild karla verður leikin í dag. Hún hefst með viðureign ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum klukkan 16 en aðrir leikir verða klukkan 19:15.

James Milner nálgast Man City

Búist er við því að Manchester City gangi frá kaupunum á James Milner frá Aston Villa á allra næstu dögum. Milner hefur verið orðaður við City í allt sumar.

Newcastle tapaði fyrir Rangers

Peter Lovenkrands skoraði fyrir Newcastle gegn fyrrum félagi sínu, Glasgow Rangers. Það mark dugði þó skammt því Rangers vann þennan æfingaleik 2-1.

Deco kominn til Fluminese

Portúgalski miðjumaðurinn Deco verður kynntur sem nýr leikmaður brasilíska liðsins Fluminense eftir helgi. Deco er 32 ára og kemur til liðsins frá Chelsea.

Þrír nýliðar í landsliðshópi Englands

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, kynnti í dag 23 manna hóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Ungverjalandi á miðvikudag á Wembley. Alls þrettán breytingar eru á hópnum frá heimsmeistaramótinu.

Aftur stórsigur hjá kvennaliði Breiðabliks

Breiðablik burstaði rúmenska liðið Targu Mures í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld 7-0. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö af mörkunum.

Heiðar og Gylfi skoruðu í dag

Í dag hófst keppni í ensku 1. deildinni. Landsliðsmennirnir Heiðar Helguson og Gylfi Þór Sigurðsson komust báðir á blað.

Arsenal fékk fimm mörk á sig í Varsjá

Arsene Wenger hlýtur að setja enn meiri kraft í leit sína að nýjum markverði eftir æfingaleik Arsenal í Varsjá í dag. Liðið vann Legia 6-5 en markvörðurinn Lukasz Fabianski var hlægilega slakur í leiknum.

West Ham vann SBOBET-bikarinn

Avram Grant hefur unnið sinn fyrsta titil sem stjóri West Ham en liðið vann Deportivo La Coruna í leik um hinn svokallaða SBOBET-bikar.

Æfingaleikir: Fulham slátraði Werder Bremen

Vika er í að enska úrvalsdeildin hefjist á nýjan leik og liðin eru að taka sína síðustu æfingaleiki fyrir mót. Fulham sýndi sparihliðarnar gegn þýska liðinu Werder Bremen og vann 5-1.

Arsenal með tilboð í Reina?

The Sun greinir frá því að Arsenal hafi lagt fram 23 milljón punda tilboð í markvörð Liverpool, Spánverjann Pepe Reina. Arsene Wenger telur Reina rétta manninn til að leysa markmannsvandræði Arsenal.

Jafntefli hjá Víkingum og Þórsurum

Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í dag. Stórleikur umferðarinnar var viðureign Víkings og Þórs en sá leikur endaði með jafntefli 1-1.

Carragher að framlengja við Liverpool

Varnarmaðurinn Jamie Carragher mun skrifa undir nýjan samning við Liverpool. Roy Hodgson, knattspyrnustjóri félagsins, staðfesti þetta í samtali við enska fjölmiðla.

Man Utd lánar Diouf til Blackburn

Manchester United hefur lánað sóknarmanninn Mame Biram Diouf til Blackburn. Diouf er 22 ára Senegali sem gekk til liðs við United frá Molde í Noregi í desember á síðasta ári.

Rangers í viðræður um Eið Smára

Skotlandsmeistarar Glasgow Rangers eru komnir í viðræður við franska félagið Monaco um kaup á íslenska landsliðsmanninum Eiði Smára Guðjohnsen.

Jökull Elísabetarson: Við ætlum að vinna þetta mót

Jökull Elísabetarson er leikmaður 14. umferðar Pepsi-deildar karla. Hann átti stórleik þegar Breiðablik vann 5-0 sigur á Val á miðvikudagskvöldið og kom sér þar með aftur á toppinn. Blikar mæta FH á morgun.

Lið Chelsea gegn United: Hilario í markinu og Drogba á bekknum

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er búinn að ákveða byrjunarlið sitt á móti Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn. Ancelotti ætlar að tefla fram sama byrjunarliði sem tapaði á móti Hamburger SV í síðasta undirbúningsleiknum sínum fyrir tímabilið.

Valskonur komnar með sex stiga forskot á toppnum

Kvennalið Vals steig stórt skref í átta að fimmta Íslandsmeistaratitlinum í röð með 3-0 sigri á Þór/KA á Vodafone-vellinum í kvöld. Þór/KA gat með sigri minnkað forskot Vals niður í eitt stig en í staðinn eru Valskonur komnar með sex stiga forskot á Breiðablik sem er í 2. sætinu.

Rakel: Vandamál sumarsins að klára færin

„Mér fannst við alls ekki vera lélegar í þessum leik. Það var alveg barátta til staðar," sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Þórs/KA, eftir 3-0 tap fyrir Valskonum í kvöld.

Langþráður og glæsilegur sigur Grindavíkurstelpna

Grindavík endaði sex leikja taphrinu í Pepsi-deild kvenna í fótbolta með glæsilegum 4-1 heimasigri á Aftureldingu í kvöld. Það voru líka óvænt úrslit því botnlið FH og Hauka náðu bæði í stig á móti liðum talsvert ofar en þau í töflunni.

Usain Bolt tapaði fyrsta 100 metra hlaupi sínu í tvö ár

Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay vann óvæntan sigur á heims-, Ólympíumeistaranum og heimsmetshafanum Usain Bolt í 100 metra hlaupi á demantamótinu í Stokkhólmi í kvöld. Gay kom í mark á 9,84 sekúndum en Bolt var langt frá sínu besta og hljóp á "aðeins" 9,97 sekúndum.

Ancelotti: Treysti Terry til að eiga stjörnuleik

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að John Terry fái allt hans traust. Terry hefur verið gagnrýndur eftir dapra frammistöðu Englands á HM í sumar og mörg mistök á undirbúningstímabilinu.

Sölvi Geir: Við eigum að fara áfram á móti Rosenborg

Sölvi Geir Ottesen, íslenski landsliðsmiðvörðurinn hjá danska liðinu FCK, var í viðtali hjá Tipsbladet í Danmörku í dag eftir að ljóst var að FCK Kaupmannahafnarliðið drógst á móti norsku meisturunum í Rosenborg í umspilsleikjum um að komast inn í Meistaradeildina á komandi leiktíð.

Logi Gunnarsson búinn að semja við Solna Vikings

Logi Gunnarsson mun spila í sænsku úrvalsdeildinni næsta vetur eins og félagar hans í landsliðinu Jakob Örn Sigurðarson, Hlynur Bæringsson og kannski Helgi Már Magnússon. Logi er búinn að gera tveggja ára samning við Solna Vikings en þetta kom fram á Karfan.is.

Webber: Hef náð nokkrum af markmiðunum

Mark Webber, forystumaður stigamótsins hefur trú á því að Red Bull bíllinn verði góður á öllum brautum sem eftir á að nota á keppnistímabilinu.

Sjá næstu 50 fréttir