Fleiri fréttir

Jakob Jóhann í undanúrslit á EM í Ungverjalandi

Jakob Jóhann Sveinsson, úr Sundfélaginu Ægi, tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi. Jakob Jóhann varð fimmtándi í undanrásnunum.

Framtíð Hispania liðsins óljós

Þrjú ný Formúlu 1 lið voru stofnuð fyrir þetta tímabil og eitt þeirra er Hispania á Spáni. Liðið hefur haft lítið fé til að þróa bíla sína og Bruno Senna, annar ökumanna liðsins segir stöðu liðsins óljósa hvað framtíðina varðar.

Ætlar bara að skoða sín mál í rólegheitunum eftir tímabilið

Árni Gautur Arason og félagar í íslenska landsliðinu mæta Liechtenstein í æfingaleik á Laugardalsvellinum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.30. Hvorki Árni Gautur né Gunnleifur Gunnleifsson hafa fengið á sig mark í fjórum landsleikjum ársins til þess.

Hver er þessi Frankie Fielding í enska landsliðinu?

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur þurft að horfa á eftir tveimur markvörðum í aðdraganda æfingaleiksins á móti Ungverjum í kvöld. Hann hefur nú kallað á 22 ára markvörð að nafni Frankie Fielding sem er vara-vara-vara-markvörðurinn hjá Blackburn Rovers.

Sölvi: Ég er fullur af sjálfstrausti og vil alltaf spila

Sölvi Geir Ottesen verður væntanlega í sviðsljósinu í kvöld þegar íslenska landsliðið mætir Liechtenstein í æfingaleik á Laugardalsvellinum en leikurinn hefst klukkan 19.30. Sölvi Geir er að fara að spila sinn fyrsta landsleik sem leikmaður FCK frá Kaupmannahöfn en hann hefur byrjað vel með dönsku meisturunum á þessu tímabili.

Harpa: Þetta var algjörlega geðveikt

Harpa Þorsteinsdóttir gat ekki leynt ánægju sinni eftir jafntefli Blika og franska liðsins Juvisy í Meistaradeild Evrópu í gær. Með stiginu komst liðið áfram í 32-liða úrslit keppninnar.

Kvennalið Blika missir fimm lykilmenn

Breiðablik er að missa fimm leikmenn sem hafa verið lykilmenn í liðinu í sumar. Þetta eru Greta Mjöll Samúelsdóttir, Hekla Pálmadóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir Maura Q Ryan og markmaðurinn Katherine Loomis.

Níu íslenskir sundmenn keppa á HM fatlaðra í sundi

Níu íslenskir sundmenn verða meðal þátttakenda á Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi fer fram í Eindhoven í Hollandi dagana 15. til 21. ágúst. Alls munu 655 sundmenn frá 54 löndum taka þátt í mótinu og keppa um þau verðlaun sem veitt eru hinum ýmsu greinum og fötlunarflokkum en mótið er stærsta sundmót frá upphafi.

Bellamy gæti lagt skóna á hilluna

Craig Bellamy ætlar að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna fari svo að hann verði ekki valinn í 25 manna leikmannahóp Man. City fyrir tímabilið.

West Ham fær sóknarmann frá Ajax

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gengið frá lánssamningi við Ajax vegna serbneska sóknarmannsins Miralem Sulejmani.

Jafnt hjá Val og Stjörnunni

Valur og Stjarnan gerðu jafntefli í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur í Garðabænum voru 2-2 eftir að Stjarnan komst tvisvar yfir.

Jóhannes Karl í sigurliði en Kári í tapliði

Jóhannes Karl Guðjónsson var eini Íslendingurinn sem var í sigurliði í Carling-bikarkeppninni á Englandi í kvöld. Hann spilaði allan leikinn með Huddersfield sem vann Carlisle 1-0.

Carvalho fer til Real Madrid eftir allt

Jose Mourinho er við það að endurnýja kynni sín við Ricardo Carvalho. Hann er á leiðinni til Real Madrid frá Chelsea fyrir átta milljónir evra.

Bolt keppir ekki meira í ár

Spretthlauparinn Usain Bolt mun ekki keppa meira á þessu ári vegna meiðsla. Hann segist vera stífur í bakinu.

McGrady á leið til Detroit

Samkvæmt heimildum ESPN þá mun Tracy McGrady leika með Detroit Pistons í NBA-deildinni í vetur.

HM í handbolta á Stöð 2 Sport

Undirritaðir hafa verið samningar um sýningu næstu tveggja heimsmeistaramóta í handbolta á Stöð 2 Sport. Næsta mót verður í Svíþjóð, en íslenska landsliðið mun verða þar í eldlínunni eins og landsmönnum er kunnugt.

Narcisse verður lengi frá

Þýskalandsmeistarar Kiel í handbolta urðu fyrir miklu áfalli þegar franska stórskyttan varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum.

Barcelona býður Liverpool Hleb og pening fyrir Mascherano

Það verður ekkert úr því að Javier Mascherano fari frá Liverpool til ítalska liðsins Internazionale en argentínski landsliðsmaðurinn er þess í stað orðaður sterklega við spænsku meistarana í Barcelona í spænska blaðinu El Mundo Deportivo í dag.

Trapattoni á sjúkrahúsi með matareitrun

Giovanni Trapattoni, þjálfari írska landsliðsins í fótbolta, þurfti að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir matareitrun. Trapattoni er ekki í lífshættu en menn hafa rekið matareitrun hans síðan að hann át skelfisk á Ítalíu á döguunum.

Létu þjálfarann finna fyrir því eftir tap í æfingaleik

Það er ekki auðvelt að vera þjálfari í grísku deildinni því það er ekki nóg með að menn þurfi að hafa áhyggjur af vera rekinn við minnsta tækifæri þá eiga menn líka í hættu á því að lenda í ósáttum og blóðheitum stuðningsmönnum út á götu.

Erlendur dómari á bikarúrslitaleik KR og FH

Um komandi helgi verður leikið til úrslita í bikarkeppni KSÍ. Úrslitaleikurinn í karlaflokki verður milli KR og FH en beðið er þessa leiks með mikilli eftirvæntingu og búist við talsvert betri mætingu en undanfarin ár.

Eiður Smári talar ekki við íslenska fjölmiðla

Eiður Smári Guðjohnsen var hvergi sjáanlegur við upphaf morgunæfingar íslenska A-landsliðsins í fótbolta á Framvellinum í dag en KSÍ bauð þá íslenskum fjölmiðlum aðgengi að landsliðsmönnunum í tilefni af vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á morgun.

Bob Bradley líklegastur sem næsti stjóri Aston Villa

Bob Bradley, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, gæti verið á leiðinni í ensku úrvalsdeildina en hann þykir nú líklegastur sem næsti stjóri Aston Villa eftir að Martin O'Neill hætti óvænt í gær.

Martin O'Neill mátti ekki eyða peningunum fyrir söluna á Milner

Martin O'Neill hætti skyndilega sem stjóri Aston Villa í gær aðeins fimm dögum áður en keppnistímabilið hófst í ensku úrvalsdeildinni. Tímasetning kemur mest á óvart en vitað hefur verið um ósætti milli O'Neill og eigandans Randy Lerner um nokkurn tíma.

NBA-leikir fara fram í London

Forráðamenn NBA-deildarinnar hafa ákveðið að feta í fótspor NFL-deildarinnar og spila deildarleiki í London. Tveir deildarleikir munu fara fram í Lundúnum næsta vetur.

Ævintýraleg eyðsla hjá Real Madrid

Það er ekkert félag í heiminum eins duglegt að eyða peningum og Real Madrid. Samkvæmt spænska blaðinu Marca hefur Real eytt yfir 1.000 milljónum evra í leikmenn síðasta áratuginn.

Eiður sagður vera á leið til Fulham

Breska blaðið Daily Mail heldur því fram í kvöld að Eiður Smári Guðjohnsen muni semja við enska úrvalsdeildarliðið Fulham á næstu 24 tímum.

Versta mót ferilsins hjá Tiger

Helgin var löng hjá Tiger Woods því hann hefur aldrei spilað lélega golf síðan hann gerðist atvinnumaður í íþróttinni.

Drogba: Þurfum að bæta okkur mikið

Didier Drogba, framherji Chelsea, viðurkennir fúslega að Chelsea þurfi að bæta sinn leik verulega ætli liðið sér að byrja ensku deildina almennilega.

Edda og Ólína í bikarúrslit

Það verður Íslendingaslagur í úrslitum sænsku bikarkeppninnar í ár en Örebro, lið Eddu Garðarsdóttur og Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur, tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Linköping eftir framlengingu.

Sjá næstu 50 fréttir