Enski boltinn

Hver er þessi Frankie Fielding í enska landsliðinu?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello. Mynd/AP
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur þurft að horfa á eftir tveimur markvörðum í aðdraganda æfingaleiksins á móti Ungverjum í kvöld. Hann hefur nú kallað á 22 ára markvörð að nafni Frankie Fielding sem er vara-vara-vara-markvörðurinn hjá Blackburn Rovers.

Paul Robinson dróg sig út úr enska landsliðinu og Ben Foster getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Capello ákvað líka að velja ekki David James og Robert Green í liðið en þeir voru báðir í HM-hópi hans.

Frankie Fielding var í marki 21 árs landsliðs Englendinga sem vann 2-0 sigur á Úsbekistan í gær. Stuart Pearce, þjálfari liðsins, hrósaði honum eftir leikinn og sagði hann líka hafa staðið sig sérstaklega vel á æfingunum.

Frankie Fielding hefur aldrei verið nálægt því að vinna sér sæti í aðalliði Blackburn Rovers. Hann hefur verið í láni hjá Wycombe Wanderers, Northampton, Rochdale og Leeds United síðustu tímabil.

Joe Hart verður í marki Englendinga í dag og á bekknum eru síðan Frankie Fielding og Scott Loach, markvörður Watford.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×