Enski boltinn

Liverpool búið að finna arftaka Mascherano?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bolatti er hér í leik gegn Grikkjum á HM.
Bolatti er hér í leik gegn Grikkjum á HM.

Argentínski landsliðsmaðurinn Mario Bolatti er eftirsóttur þessa dagana og Liverpool er eitt þeirra félaga sem hefur sýnt honum áhuga.

Miðjumaðurinn spilar með ítalska félaginu Fiorentina og honum yrði væntanlega ætlað að leysa landa sinn, Javier Mascherano, af hólmi en hann er sagður vilja fara frá Liverpool.

Bolatti byrjaði sinn atvinnumannaferil hjá Belgrano en lék síðan með Porto og Huracan áður en hann fór til Fiorentina.

Honum hefur ekki gengið vel að aðlagast ítalska boltanum og gæti þess vegna verið á förum. Í fyrstu var talið að hann myndi fara til River Plate í heimalandinu en áhugi frá Liverpool gæti breytt þeim áætlunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×