Enski boltinn

Steven Gerrard hugsaði um að hætta í landsliðinu eftir HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Mynd/Getty Images
Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins, hefur viðurkennt það að hann hafi hugsað um að hætta að spila með landsliðinu eftir vonbrigðin á HM fyrr í sumar.

„Ég ætla ekki að ljúga að ykkur. Síðan að við vorum slegnir út úr HM þá er búið að vera mjög erfitt að vera enskur landsliðsmaður. Það hefur því alveg farið í gegnum huga manns að gefa ekki lengur kost á sér," sagði Steven Gerrard á blaðamannafundi fyrir landsleik Englands og Ungverjalands í kvöld.

Steven Gerrard talaði síðan um að hann hafi fljótlega komist í gegnum þessar hugsanir og farið að einbeita sér að því hvernig England getur komið sér til baka í hóp þeirra bestu.

„Við komust ekki neðar en þetta. Við erum núna í svipaðri stöðu og þegar okkur tókst ekki að komst á EM 2008," sagði Gerrard.

„Fjölmiðlarnir eiga alltaf eftir að byggja upp væntingar og þannig verður það ávallt hjá enska landsliðinu. Við erum með góða leikmenn og þurfum bara að ráða við það betur að spila undir þessari pressu," sagði Gerrard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×