Enski boltinn

Verður Eiður Smári fyrsti leikmaðurinn sem Mark Hughes fær til Fulham?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen verður 32 ára í upphafi tímabils.
Eiður Smári Guðjohnsen verður 32 ára í upphafi tímabils. Mynd/AFP
Enskir miðlar hafa skrifað um það í gærkvöldi og í morgun að Fulham sé að fara að ganga frá lánssamningi fyrir Eið Smára Guðjohnsen frá franska liðinu Mónakó á næstu 24 klukktímunum.

Mark Hughes tók við liði Fulham af Roy Hodgson fyrir tímabilið og hefur verið að leita að sóknarmanni sem passar vel við hliðinu á Bobby Zamora.

Daily Mail hefur farið í fararbroddi í umfjölluninni um Eiðs Smára en samkvæmt heimildum blaðsins hafði Fulham betur í keppni við

Birmingham City og Glasgow Rangers.

Eiður Smári var í láni hjá Tottenham á síðasta tímabili eftir að Mónakó-ævintýri hans gekk ekki upp. Tottenham hefur ekki áhuga á Eiði þar sem liðið ætlar að treysta meira á þá Robbie Keane og Roman Pavlyuchenko.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×