Enski boltinn

West Ham fær sóknarmann frá Ajax

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gengið frá lánssamningi við  Ajax vegna serbneska sóknarmannsins Miralem Sulejmani.

Þessi 21 árs gamli leikmaður varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Ajax er félagið keypti hann af Heerenveen á 13 milljónir punda árið 2008.

"Ég er mjög spenntur fyrir því að spila í sterkustu deild Evrópu. Ég tel mig vera kláran i slaginn og tel það vera næsta víst að ég fái sanngjörn tækifæri hjá West Ham," sagði Sulejmani.

Leikmaðurinn hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Martin Jol, þjálfara Ajax, og þess vegna er félagið til í að lána hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×