Enski boltinn

Steven Gerrard spáir því að Joe Cole verði leikmaður ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Cole þakkar stuðningsmönnum Liverpool fyrir eftir fyrsta leikinn sinn á Anfield.
Joe Cole þakkar stuðningsmönnum Liverpool fyrir eftir fyrsta leikinn sinn á Anfield. Mynd/AFP
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er fullur bjartsýni fyrir komandi tímabil og hann er sérstaklega ánægður með komu Joe Cole til Liverpool. Gerrard segir Cole jafnvel vera betri en besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi.

Steven Gerrard var í viðtali við Match of the Day blaðið og talaði þar vel um nýja stjórann Roy Hodgson sem hann telur að sé búinn að rífa liðið upp eftir vonbrigðin á síðasta tímabili þegar liðið endaði í sjöunda sæti.

„Þetta er frábær klúbbur og ég er mjög ánægður með framtíðarsýn Roy Hodgson. Það er kominn nýr tími. við getum farið að gleyma hryllingnum frá því í fyrra og farið að einbeita okkur að koma félaginu á nýjan leik þar sem það á heima," sagði Gerrard.

Gerrard segir komu Joe Cole eiga stóran þátt í því að Liverpool-liðið geti stigið skref fram á við.

„Lionel Messi getur gert ótrúlega hluti en það getur Joe einnig og jafnvel enn betur. Hann hefur verið að koma okkur á óvart á æfingum með því að sýna listir sínar með golfbolta og gera hluti með hann sem við hinir getum ekki einu sinni gert með venjulegan fótbolta. Ég spái því að Joe Cole verði leikmaður ársins," sagði Steven Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×