Enski boltinn

Carvalho fer til Real Madrid eftir allt

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Jose Mourinho er við það að endurnýja kynni sín við Ricardo Carvalho. Hann er á leiðinni til Real Madrid frá Chelsea fyrir átta milljónir evra.

Carlvalho, 32 ára gamall miðvörður, mun skrifa undir tveggja ára samning. Um síðustu helgi var talið að ekkert yrði af viðskiptunum en það hefur síðan breyst.

Hann spilaði undir stjórn Mourinho hjá Porto og svo hjá Chelsea.

Hann er fimmti leikmaðurinn sem fer frá Chelsea í sumar, í kjölfarið á þeim Joe Cole, Michael Ballack, Deco og Juliano Belletti.

Hann er jafnframt fimmti leikmaðurinn sem Mourinho kaupir í sumar, hinir eru Angel Di Maria, Sergio Canales, Pedro Leon og Sami Khedira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×