Handbolti

Narcisse verður lengi frá

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þýskalandsmeistarar Kiel í handbolta urðu fyrir miklu áfalli þegar franska stórskyttan varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum.

Narcisse mun því missa af fyrri hluta tímabilsins og í allra besta lagi verður hann byrjaður að æfa á ný í desember.

Aron Pálmarsson mun því líklega fá enn meiri ábyrgð en á síðasta ári en hann sýndi þá að hann getur vel staðið undir þeirri pressu sem á hann er sett.

Þetta eru einnig slæm tíðindi fyrir franska landsliðið því meiðslin þýða að HM í janúar er í hættu hjá skyttunni öflugu sem oftast er kölluð "Air France".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×