Fótbolti

Trapattoni á sjúkrahúsi með matareitrun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giovanni Trapattoni, þjálfari írska landsliðsins.
Giovanni Trapattoni, þjálfari írska landsliðsins. Mynd/AFP
Giovanni Trapattoni, þjálfari írska landsliðsins í fótbolta, þurfti að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir matareitrun. Trapattoni er ekki í lífshættu en menn hafa rekið matareitrun hans síðan að hann át skelfisk á Ítalíu á döguunum.

„Trapattoni hefur verið flökurt frá því á sunnudaginn. Við teljum að þetta sé vegna skelfisks sem hann borðaði áður en hann yfirgaf Ítalíu. Ástand hans er stöðugt og hann hefur farið í gegnum hin ýmsu próf í morgun," sagði í fréttatilkynningu frá írska sambandinu í morgun.

Írar mæta Argentínumönnum í vináttulandsleik í Dublin á morgun og það er óvíst hvort Trapattoni geti stjórnað liðinu í þeim leik. Aðstoðarmaður hans, Marco Tardelli, mun sjá um æfingar liðsins og hugsanlega stjórna því á móti Argentínu.

Giovanni Trapattoni er orðinn 71 árs gamall en hann hefur þjálfað írska landsliðið frá árinu 2008 og er með samning til ársins 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×