Fleiri fréttir

Keflavík og Stjarnan skildu jöfn

Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Toppliðin tvö unnu sína leiki en Keflavík og Stjarnan skildu jöfn í markalausum leik.

Lyon stefnir á áttunda titilinn í röð

Um helgina hefst nýtt keppnistímabil í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og á Lyon möguleika á því að vinna sinn áttunda meistaratitil í röð.

Vonast til að Rooney nái fyrsta leik

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er vongóður um að Wayne Rooney verði með í fyrsta leik liðsins á næstkomandi tímabili.

Ólympíuvefur Vísis opnaður

Nú hefur verið opnað fyrir sérstakan hluta á íþróttavef Vísis sem er einungis tileinkaður Ólympíuleikunum í Peking sem voru settir í dag.

Lehmann hættur með landsliðinu

Markvörðurinn Jens Lehmann hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika með þýska landsliðinu. Lehmann er 38 ára en hann gekk til liðs við Stuttgart frá Arsenal í sumar.

Setningarhátíðinni lokið

Setningarhátíð Ólympíuleikanna 2008 er lokið. Athöfnin tók rúma fjóra klukkutíma en henni er nýlokið. Hún byrjaði á magnaðri sýningu sem var ansi litrík og flugeldar spiluðu stórt hlutverk.

Þriðja tap íslenska liðsins

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði í dag fyrir Finnlandi 46-57 á Norðurlandamótinu í Danmörku. Þetta var þriðji leikur Íslands en liðið hefur tapað öllum leikjunum.

Guðjón Valur meiddist á æfingu

Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, meiddist á æfingu í Peking í morgun. Frá þessu greindi Ríkisútvarpið.

Tveir erlendir leikmenn til Snæfells

Snæfellingar hafa ráðið til sín tvo erlenda leikmenn fyrir komandi átök í körfuboltanum. Frá þessu er greint á vefsíðunni karfan.is.

Myndir: Setningarhátíðin

Setningarhátíð Ólympíuleikanna í Peking stendur yfir þegar þessi orð eru skrifuð. Hátíðin hófst í hádeginu og mun standa til klukkan rúmlega þrjú.

Vonar að Ronaldo skrifi undir nýjan samning

Sir Alex Ferguson segir að Cristiano Ronaldo gæti orðið lengur hjá Manchester United en eitt tímabil til viðbótar. Hann segist binda vonir við að hann muni skrifa undir nýjan samning við félagið.

Utandeildarleikmaður í landsliði Wales

Steve Evans hefur verið valinn í landsliðshóp Wales. Evans leikur með Wrexham sem er í ensku utandeildinni eftir að hafa fallið úr deildarkeppninni á síðustu leiktíð.

Verð að vera stór og sterk

„Ég er frekar róleg enda búin að undirbúa mig vel bæði líkamlega og andlega fyrir þessa stund,” sagði badmintonstúlkan Ragna Ingólfsdóttir við Vísi tæpum sólarhring áður en hún mætir japönsku stúlkunni Eriko Hirose.

Davenport ekki með

Lindsay Davenport, tenniskonan reynslumikla, verður ekki með í einliðaleiknum á Ólympíuleikunum vegna meiðsla. Þessi 32 ára kona vann gull á leikunum 1996.

Cesar til Tottenham

Cesar Sanchez er nýr varamarkvörður Tottenham en hann mun veita Heurelho Gomes samkeppni. Cesar er 36 ára og kemur frá Real Zaragoza á lánssamningi í eitt ár.

Reyes lánaður til Benfica

Benfica hefur fengið sóknarmanninn Jose Antonio Reyes lánaðan frá Atletico Madrid út leiktíðina. Þessi 24 ára leikmaður hefur ekki náð að finna sig hjá spænska liðinu.

Rooney gæti spilað gegn Newcastle

Sir Alex Ferguson segir að Wayne Rooney sé mættur aftur til æfinga eftir veikindi og gæti spilað gegn Newcastle. Rooney fékk vírus í æfingaferð Manchester United til Afríku.

Stefnt á bestu leika frá upphafi

Ólympíuleikarnir í Peking verða formlega settir eftir nokkrar klukkustundir þegar setningarathöfnin fer fram. Búast má við því að hún verði stórglæsileg enda mikill metnaður hjá Kínverjum að gera Ólympíuleikana 2008 að þeim bestu frá upphafi.

Kuyt og Benayoun fara ekki

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það útrætt mál að Dirk Kuyt og Yossi Benayon verða leikmenn Liverpool á komandi tímabili. Benítez fundaði með þessum 28 ára leikmönnum í gær.

Chelsea bauð í Robinho

Chelsea hefur staðfest tilboð sitt í brasilíska leikmanninn Robinho sem er á mála hjá Real Madrid. Chelsea bauð 19,75 milljónir punda í Robinho eða rúmir þrír milljarðar króna.

Atli Viðar frá í tvær vikur

Atli Viðar Björnsson verður frá í tvær vikur en hann tognaði á lærvöðva í leik FH gegn Þrótti í gær.

Bellamy frá í mánuð

West Ham hefur staðfest að Craig Bellamy verði frá í um mánuð vegna meiðsla. Hann haltraði af velli í æfingaleik gegn Ipswich eftir aðeins 23 mínútna leik.

Robson játar sig sigraðan gegn krabbameininu

Sir Bobby Robson hefur viðurkennt að hann muni tapa baráttu sinni gegn lungnakrabbameininu fyrr frekar en síðar. Þessi 71. árs knattspyrnustjóri segist vera farinn að horfast í augu við dauðann.

Komið fram við Arshavin sem þræl

Andrei Arshavin er kominn í verkfall hjá félagi sínu, Zenit í Pétursborg. Umboðsmaður leikmannsins segir að komið sé fram við hann hjá félaginu eins og þræl.

Nær Valur fram hefndum í kvöld?

Tveir leikir eru í Landsbankadeild karla í kvöld en báðir hefjast þeir klukkan 19:15. Valsmenn fá Fylki í heimsókn og Fjölnir tekur á móti Grindavík.

Brasilía marði Belgíu

Í morgun fór boltinn að rúlla í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking. Beðið var með eftirvæntingu eftir leik Brasilíu og Belgíu enda Brasilíumenn með marga þekkta leikmenn í sínu liði.

Sonur Beckham erfir aukaspyrnutæknina

Romeo Beckham vakti mikla athygli í knattspyrnuskóla í Bandaríkjunum þegar kom að því að taka aukaspyrnur. Þessi fimm ára sonur David Beckham þótti minna mjög á föður sinn þegar kom að því að spyrna.

Tékki dæmir FH - Aston Villa

Eins og kunnugt er mætast FH og enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins á Laugardalsvelli fimmtudaginn 14. ágúst næstkomandi.

Villa að fá Young og Shorey

Aston Villa er að styrkja sig með tveimur leikmönnum. Félagið er að ganga frá kaupum á Luke Young frá Middlesbrough og Nicky Shorey frá Reading.

Coloccini á leið til Newcastle

Argentínumaðurinn Fabricio Coloccini er á leið til Newcastle. Frá þessu er greint á vefsíðu Deportivo La Coruna á Spáni en þar lék Coloccini.

Clattenburg í skuldafeni

Enski knattspyrnudómarinn Mark Clattenburg hefur verið settur í tímabundið bann af enska knattspyrnusambandinu. Ástæðan er að rannsókn er hafin á skuldum fyrirtækja sem tengjast honum.

Íslendingarnir undirbúa sig í Peking - MYNDIR

Íslenska afreksfólkið á Ólympíuleikunum undirbýr sig nú af krafti fyrir komandi átök. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins er á staðnum og fylgdist í gær með íslenska handboltalandsliðinu og Erni Arnarsyni, sundkappa, við æfingar.

Fáni Kína mun gnæfa yfir aðra

Fánaberi Kínverja á opnunarhátíð Ólympíuleikana verður körfuboltastjarnan Yao Ming. Hann er hávaxnasti fánaberinn, 2,26 metrar, og því ljóst að fáni Kína mun gnæfa yfir aðra.

Ferguson með áhyggjur af sóknarleiknum

„Þetta er áhyggjuefni," sagði Sir Alex Ferguson um vandræði Manchester United í fremstu víglínu. Sem stendur er Carlos Tevez eini reyndi sóknarmaðurinn sem er leikfær.

Eiður lék hálfleik í nótt

Eiður Smári Guðjohnsen lék seinni hálfleikinn fyrir Barcelona í nótt þegar liðið vann 6-2 sigur á New York Red Bulls. Þetta var síðasti æfingaleikur spænska liðsins en framundan eru opinberir leikir.

Sjá næstu 50 fréttir