Sport

Stefnt á bestu leika frá upphafi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd af Hreiðrinu í morgun en þar fer setningarathöfnin fram. Völlurinn er umkringdur mengunarskýi en það hefur víst létt talsvert til síðustu klukkustundir.
Mynd af Hreiðrinu í morgun en þar fer setningarathöfnin fram. Völlurinn er umkringdur mengunarskýi en það hefur víst létt talsvert til síðustu klukkustundir.

Ólympíuleikarnir í Peking verða formlega settir eftir nokkrar klukkustundir þegar setningarathöfnin fer fram. Búast má við því að hún verði stórglæsileg enda mikill metnaður hjá Kínverjum að gera Ólympíuleikana 2008 að þeim bestu frá upphafi.

„Við gerum allt sem við getum til að leikarnir verði sem bestir, jafnvel þeir bestu," sagði Sun Weide, talsmaður skipuleggjenda Ólympíuleikana.

Reiknað er með að leikarnir í ár slái öll met í sjónvarpsáhorfi. 90 þúsund manns komast fyrir á aðalleikvangi Peking, Hreiðrinu, en þar fer setningarhátíðin fram. Lofað er fullt af óvæntum uppákomum en 200 þjóðir taka þátt.

Lokað verður fyrir almenna umferð á flugvellinum í Peking rétt fyrir setningarhátíðina til að taka á móti Hu Jintao, forseta Kína, og George W Bush, Bandaríkjaforseta.

Á laugardag verður síðan keppt í alls 17 af 28 íþróttagreinum á leikunum sem standa yfir til 24. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×