Handbolti

Guðjón Valur meiddist á æfingu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson.

Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, meiddist á æfingu í Peking í morgun. Frá þessu greindi Stöð 2 í hádegisfréttum sínum.

Guðjón tognaði á ökkla en ekki er ljóst hve alvarleg meiðslin eru. Fyrsti leikur Íslands á Ólympíuleikunum er gegn Rússlandi aðfaranótt sunnudag en óvíst er með þátttöku Guðjóns í leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×