Sport

Fáni Kína mun gnæfa yfir aðra

Elvar Geir Magnússon skrifar
Yao Ming er hávaxnasti leikmaður NBA-deildarinnar.
Yao Ming er hávaxnasti leikmaður NBA-deildarinnar.

Fánaberi Kínverja á opnunarhátíð Ólympíuleikana verður körfuboltastjarnan Yao Ming. Hann er hávaxnasti fánaberinn, 2,26 metrar, og því ljóst að fáni Kína mun gnæfa yfir aðra.

Yao Ming er þekktasti íþróttamaður Kínverja og er gríðarlega vinsæll í heimalandinu. Hann var einnig fánaberinn í Aþenu 2004.

Tennisleikarinn Roger Federer sem er efstur á heimslistanum, fagnar 27 ára afmælisdegi sínum á morgun með því að vera fánaberi Sviss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×