Íslenski boltinn

Tékki dæmir FH - Aston Villa

Elvar Geir Magnússon skrifar
Radek Matejek.
Radek Matejek.

Eins og kunnugt er mætast FH og enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins á Laugardalsvelli fimmtudaginn 14. ágúst næstkomandi. 

UEFA hefur nú skipað dómara og eftirlitsmenn á leikinn og kemur dómarakvartettinn frá Tékklandi.

Dómari leiksins verður Radek Matejek og aðstoðardómarar hans þeir Antonin Kordula og Martin Wilczek.  Fjórði dómari verður Roman Hrubes. 

Dómaraeftirlitsmaður UEFA kemur frá Rússlandi og heitir Valentin Ivanov, en hann er fyrrum dómari og hefur m.a. dæmt nokkra leiki íslenska landsliðsins í gegnum tíðina. 

Eftirlitsmaður UEFA er síðan Norðmaðurinn Svein Johannessen.

Af vefsíðu KSÍ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×