Íslenski boltinn

Atli Viðar frá í tvær vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Atli Viðar Björnsson í leik með FH.
Atli Viðar Björnsson í leik með FH. Mynd/Vilhelm
Atli Viðar Björnsson verður frá í tvær vikur en hann tognaði á lærvöðva í leik FH gegn Þrótti í gær.

Þetta kemur fram á fótbolta.net í dag en Atli Viðar þurfti að fara snemma af velli í leiknum í gær.

FH á leiki gegn KR og Grindavík á þessum tíma sem og leikinn gegn Aston Villa á Laugardalsvelli í forkeppni UEFA-bikarkeppninnar og hætt við því að Atli missi af þeim leikjum.

Hann segir það vissulega svekkjandi að missa af stórleiknum gegn Aston Villa enda ekki oft sem ensk úrvalsdeildarlið koma hingað til lands.

„Maður verður þá bara að stefna á að koma sér í stand og vera klár þegar við förum út," sagði Atli Viðar og átti þá við síðari leik liðanna sem verður í Englandi í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×