Sport

Ólympíuvefur Vísis opnaður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Nú hefur verið opnað fyrir sérstakan hluta á íþróttavef Vísis sem er einungis tileinkaður Ólympíuleikunum í Peking sem voru settir í dag.

Hægt er að komast inn á ólympíuvefinn með því að smella á „ÓL 2008" lengst vinstra megin á neðri valmyndinni í haus vefsins, hvort sem er á forsíðu Vísis eða forsíðu íþróttavefsins.

Þá má einnig smella hér til að komast á Ólympíuvefinn. Þar er í fljótu máli hægt að lesa um allt það helsta sem gerist á Ólympíuleikunum, jafn óðum og það gerist.

Fylgst verður vitanlega sérstaklega vel með íslensku keppendunum en Henry Birgir Gunnarsson, blaðamaður Vísis og Fréttablaðsins, er í Peking og mun flytja fréttir frá keppnisstöðunum.

Hægt er að sjá hvað er framundan hjá íslensku keppendunum hægra megin á síðunni. Ragna Ingólfsdóttir verður fyrsti íslenski keppandinn í Peking en hún keppir í einliðaleik kvenna í badminton klukkan 1.20 í nótt.

Um hádegisbilið á morgun keppir Jakob Jóhann Sveinsson í 100 m bringusundi og á aðfaranótt sunnudags, klukkan 2.45, mætir íslenska handboltalandsliðið því rússneska.

Hægt er að sjá eingöngu fréttir af íslensku keppendunum með því að smella á viðkomandi hlekk („Íslensku keppendurnir") fyrir ofan dagskrána.

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari hjá 365 miðlum er einnig staddur í Peking og mun Vísir birta myndir frá honum reglulega, sem og erlendum myndaþjónustum.

Þá er einnig hægt að komast inn á blogg Henrys Birgis inn á Ólympíuvefnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×