Fótbolti

Utandeildarleikmaður í landsliði Wales

Elvar Geir Magnússon skrifar
Steve Evans í æfingaleik árið 2006.
Steve Evans í æfingaleik árið 2006.

Steve Evans hefur verið valinn í landsliðshóp Wales. Evans leikur með Wrexham sem er í ensku utandeildinni eftir að hafa fallið úr deildarkeppninni á síðustu leiktíð.

Evans gæti verið fyrsti utandeildarleikmaðurinn til að spila fyrir Wales í 78 ár. Hann er varnarmaður en mikið er um meiðsli hjá varnarmönnum landsliðs Wales og því ákvað John Toshack að kalla á hann.

Evans fetar í fótspor leikmanna í frægu landsliði Wales 1930 sem gerði 1-1 jafntefli við Skotland. Liðið var skipað mjög ungum leikmönnum í bland við utandeildarleikmenn þar sem hinir hefðbundnu landsliðsmenn Wales voru allir að keppa í ensku deildarkeppninni á sama tíma.

Wales er að fara að leika vináttulandsleik við Georgíu þann 20. ágúst. Í hópnum er einnig Robert Earnshaw sem er valinn í fyrsta sinn í þónokkurn tíma en hann gekk nýverið í raðir Nottingham Forest.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×