Enski knattspyrnudómarinn Mark Clattenburg hefur verið settur í tímabundið bann af enska knattspyrnusambandinu. Ástæðan er að rannsókn er hafin á skuldum fyrirtækja sem tengjast honum.
Clattenburg átti að dæma leikinn um Samfélagsskjöldinn milli Manchester United og Portsmouth sem fram fer næsta sunnudag. Hann hefur verið tekinn af honum og í staðinn settur Peter Walton.
Í tilkynningu frá enska knattspyrnusambandinu segir að Clattenburg sé einn fremsti dómari Englands og því sé vonast til að málið leysist sem fyrst.