Fleiri fréttir

Við erum grautfúlir

Jón Arnar Ingvarsson þjálfari ÍR var að vonum svekktur eftir að hans menn féllu úr keppni í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í kvöld.

Gunnar skaut Keflavík í úrslitin

Það verða Keflavík og Snæfell sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að Keflavík burstaði ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitunum í kvöld 93-73.

Djurgården á toppinn

Sigurður Jónsson og lærisveinar hans í sænska liðinu Djurgården skutust í kvöld á topp úrvalsdeildarinnar þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Örebro á útivelli. Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliði Djurgården.

Viktor lánaður til Þróttar

Nýliðar Þróttar í Landsbankadeildinni hafa fengið framherjann Viktor Unnar Illugason að láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading. Þetta kemur fram á fotbolti.net í kvöld. Viktor spilaði með Breiðablik sumarið 2006 og náði þar að skora mark í sínum fyrsta leik.

Senderos grét og kennir sér um tap Arsenal

Svissneski varnarmaðurinn Philippe Senderos hjá Arsenal grét fögrum tárum í búningsklefanum eftir að liðið féll úr keppni fyrir Liverpool í Meistaradeildinni. Senderos kennir sér um hvernig fór fyrir liðinu.

Ronaldo er pirraður

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist vera orðinn gramur á endalausum vangaveltum um framtíð hans hjá ensku meisturunum.

Framtíð Sven er óráðin

Thaksin Shinawatra, eigandi Manchester City, segist ekki vera búinn að ákveða hvort Sven-Göran Eriksson eigi sér framtíð hjá félaginu. Hann segir þó engin áform uppi um að reka hann sem stendur.

Van der Vart er heitur fyrir Chelsea

Hollenski miðjumaðurinn Rafael van der Vart hjá þýska liðinu Hamburg hefur látið í það skína að hann vilji fara frá félaginu. Hann segist ekkert hafa á móti því að fara til Chelsea.

Magnús: Get varla beðið

Magnús Þór Gunnarsson vonast eftir troðfullu húsi áhorfenda í kvöld þegar hans menn í Keflavík taka á móti ÍR í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla.

Tinna: Einn besti dagurinn á ferlinum

Tinna Helgadóttir var hæstánægð með árangur dagsins á Evrópumótinu í badminton enda vann hún allar þrjár viðureignir sínar í dag.

Helgi og Tinna í 16-liða úrslit

Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir náðu í dag þeim frábæra árangri að komast í 16-liða úrslit í tvenndarkeppni á Evrópumótinu í badminton.

Eiríkur: Verðum að slá frá okkur

Eiríkur Önundarson lofar því að ÍR-ingar munu leggja allt sitt í oddaleikinn gegn Keflavík í kvöld og standa uppi sem sigurvegarar.

De Graafschap vill halda Arnari

Hollenska úrvalsdeildarliðið De Graafschap hefur hug á því að halda Arnari Þór Viðarssyni í sínum röðum ef liðinu tekst að forða sér frá falli.

Leikmannaflótti frá Chelsea í sumar

Breska blaðið Telegraph segir í vefútgáfu sinni í dag að allt útlit sé fyrir að allt að tólf leikmenn séu á leið frá Chelsea að tímabilinu loknu.

Alves spenntur fyrir Barcelona

Daniel Alves segir að hann myndi gjarnan vilja spila með Barcelona á næsta tímabili en hann segist nú vera tilbúinn að fara frá Sevilla til stærra félags.

Glæsilegur sigur hjá Tinnu

Tinna Helgadóttir gerði sér lítið fyrir og vann andstæðing sinn í fyrstu umferð keppni í einliðaleik kvenna á Evrópumótinu í badminton í morgun.

Capello sendir út viðvörun

Fabio Capello segir að þeir leikmenn sem hafa ekki áhuga að spila í vináttulandsleikjum eigi ekkert erindi í enska landsliðið undir sinni stjórn.

Ragna vann í maraþonviðureign

Ragna Ingólfsdóttir er komin áfram í aðra umferð í einliðaleik kvenna á Evrópumeistaramótinu í badminton.

Helgi og Tinna áfram

Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir komust í morgun áfram í aðra umferð í tvenndarleik á Evrópumótinu í badminton sem fer fram í Danmörku.

Meistararnir geta dottið niður í sjötta sætið

Lokakeppnisdagur tímabilsins í NBA-deildinni fyrir úrslitakeppnina fer fram í nótt. Enn ríkir gríðarlega mikil spenna í Vesturdeildinni ef frá eru talin tvö efstu sætin sem LA Lakers og New Orleans hafa þegar tryggt sér.

NBA: Lakers bestir í Vestrinu

LA Lakers tryggði sér í nótt efsta sæti Vesturdeildarinnar með sigri í lokaleik sínum fyrir úrslitakeppnina - á Sacramento, 124-101.

Keflavík yfir fyrir lokaleikhlutann

Keflvíkingar eru í góðri stöðu fyrir lokaleikhlutann gegn ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Liðið hefur forystu 69-61 á heimavelli sínum þegar 10 mínútur eru eftir.

Keflavík yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í oddaviðureign Keflavíkur og ÍR í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Keflvíkingar hafa verið með forystu allan leikinn og leiða með 14 stigum í hálfleik 52-38.

Keflavík yfir eftir fyrsta leikhluta

Keflvíkingar hafa yfir 29-25 þegar fyrsta leikhluta er lokið í oddaleik liðsins gegn ÍR sem fram fer í Keflavík. Sigurvegarinn í kvöld tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu gegn Snæfelli. Sóknarleikurinn hefur verið í fyrirrúmi eins og sjá má á tölfræðinni og ekki hægt að sjá að menn séu spenntir þrátt fyrir mikilvægi leiksins.

Atli Eðvaldsson

Er enn þekktur í Þýskalandi fyrir mörkin fimm sem hann skoraði fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Eintracht Frankfurt í leik árið 1983. Það gerðist á laugardegi og sólarhring síðar var hann mættur á Laugardalsvöll þar sem hann tryggði Íslandi 1-0 sigur á Möltu.

WBA og Hull á toppnum

Tveir leikir voru í ensku 1. deildinni í kvöld. West Bromwich Albion og Hull unnu mikilvæga sigra í toppbaráttunni.

Fram vann Stjörnuna

Þrír leikir fóru fram í N1 deild karla í handbolta í kvöld en botnslag ÍBV og Aftureldingar var frestað. Bæði þessi lið eru þegar fallin.

Kevin Kuranyi með fernu

Schalke burstaði Energie Cottbus 5-0 í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Kevin Kuranyi gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur af fimm mörkum Schalke í leiknum.

Brynjar lék heilan leik

Varalið Reading lék í kvöld æfingaleik gegn varaliði Charlton. Reading vann leikinn 6-3 en íslenski landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn með Reading.

Rooney framtíðarfyrirliði

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að Wayne Rooney sé framtíðarfyrirliði landsliðsins. Hann þurfi þó að fá aðeins meiri tíma til að þroskast.

Torres vonar að Barcelona vinni Manchester United

Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, vonast til að Barcelona slá Manchester United út úr Meistaradeild Evrópu. Spænski landsliðsmaðurinn vonast til að mæta spænska stórliðinu í úrslitaleiknum 21. maí.

Benítez vill Barry

Rafa Benítez, stjóri Liverpool, vill kaupa Gareth Barry frá Aston Villa. Talið er að Barry sé falur fyrir tólf milljónir punda.

Tímaeyðsla að reyna við Ronaldo

Carlos Queiroz, aðstoðarstjóri Englandsmeistara Manchester United, segir að það sé tímaeyðsla hjá spænska liðinu Real Madrid í að reyna að krækja í Cristiano Ronaldo.

Tíu bestu ensku stjórarnir

Enska úrvalsdeildin er talin sterkasta fótboltadeild heims. Þrátt fyrir það er mikill skortur á enskum þjálfurum í deildinni en aðeins níu af tuttugu liðum eru undir stjórn heimamanns.

Tímabilið líklega búið hjá Bjarna

Allar líkur eru á því að Bjarni Þór Viðarsson geti ekki æft eða spilað meira með hollenska úrvalsdeildarliðinu Twente á tímabilinu vegna meiðsla.

Guðmundur sænskur meistari

Guðmundur Stephensen varð í gær sænskur meistari í borðtennis eftir að Eslöv, lið hans, vann Halmstad í úrslitarimmu um sænska meistaratitilinn.

Stuðningsmenn komu í veg fyrir titilinn

Stuðningsmenn ísraelska liðsins Beitar Jerusalem komu í veg fyrir að félagið yrði ísraelskur meistari um helgina og sló þannig fagnaðarhöldum félagsins á frest, að minnsta kosti.

Ragnar aftur til Dunkurque

Ragnar Óskarsson handboltakappi hefur gengið til liðs við Dunkurque, sitt gamla félag, í frönsku úrvalsdeildinni.

Ferdinand framlengir við Man Utd

Rio Ferdinand hefur samþykkt nýjan fimm ára samning við Manchester United eftir því sem umboðsmaður hans segir.

Sjá næstu 50 fréttir